Fréttablaðið - 02.11.2009, Síða 39
MÁNUDAGUR 2. nóvember 2009 23
Fyrsta myndin í Tinnasyrpu
Stev ens Spielberg verður ekki
frumsýnd fyrr en í október árið
2011. Hún byggir að mestu á bók-
inni Leyndardómi einhyrnings-
ins en að auki á atburðum úr
Krabbanum með gylltu klærnar.
Útlit myndarinnar verður bylt-
ingarkennt, einhvers konar sam-
bland af leiknu efni og teikni-
myndum. Leikaravalið hefur
spurst út. Jamie Bell, strákurinn
úr Billy Elliot, leikur Tinna, Andy
„Gollum“ Serkis leikur Kolbein
og Simon Pegg og Nick Frost úr
Shaun of the Dead leika Skaftana.
Næsta Tinnamynd á svo að koma
2013 og byggir hún á bókinni Fjár-
sjóði Rögnvaldar rauða. Henni
verður leikstýrt af Peter Jackson.
Tinni á hvíta
tjaldið 2011
BRÁÐUM Í BÍÓ Tinni og Tobbi koma
2011.
Tónlistarmaðurinn Beck, rappar-
arnir í Beastie Boys og Santigold
hafa endurhljóðblandað lög söng-
konunnar Noruh Jones. Útgáfur
þeirra fylgja með nýjustu plötu
hennar, The Fall, sem kemur út
17. nóvember. „Eins og hlutirn-
ir eru í dag í plötubransanum
þarf alltaf eitthvert aukaefni
með hverri útgáfu. Þess vegna
ákváðum við að fá fólk sem er í
uppáhaldi hjá mér til að endur-
hljóðblanda fyrir mig,“ sagði
Norah. Hún segist hafa íhugað að
biðja Beck einnig um að stjórna
upptökum á plötunni en ekkert
hafi orðið af því. Lögin á plöt-
unni samdi hún með Will Sheff úr
Okkervil River og Ryan Adams.
Frægir starfa
með Noruh
NORAH JONES Nýjasta plata söngkon-
unnar, The Fall, kemur út um miðjan
nóvember.
Bæði Charlize Theron og Tom Hardy
hafa samþykkt að leika aðalhlutverk-
in í fjórðu Mad Max-myndinni sem er
í undirbúningi. Ljóst er að Mel Gibs-
on, sem lék í fyrstu þremur myndun-
um, verður ekki með í þetta sinn. Tökur
á myndinni hefjast í ágúst á næsta ári.
24 ár eru liðin síðan síðasta Mad Max-
mynd kom út og er eftirvæntingin því
mikil eftir nýju myndinni.
Theron er annars í miklum hasar gír
um þessar mundir því nýjasta mynd
hennar er ævintýramyndin The Road
sem verður frumsýnd á næstunni. Hún
er byggð á skáldsögu Cormac McCart-
hy og á sér stað eftir miklar hamfarir í
heiminum, rétt eins og Mad Max. Viggo
Mortensen leikur aðalhlutverkið á móti
henni.
Theron í Mad Max
CHARLIZE THERON Charlize
Theron leikur í fjórðu Mad Max-
myndinni sem er í undirbúningi.
„Mér hefði aldrei dottið í hug að senda lag í Eur-
ovision. Allavega ekki þetta lag. Einhvern veginn
slapp það í gegn,“ segir Rögnvaldur „gáfaði“ Rögn-
valdsson, sem hætti að spila með Hvanndalsbræðr-
um í vor. Sumarliði, félagi hans úr bandinu, sendi
lag Rögnvalds, „Gleði og glens“, í keppnina og það
var eitt af þeim fimmtán sem voru valin til að keppa
á næsta ári. „Hann hefur ákveðið að hrekkja gamla
pönkarann með því að senda þetta inn,“ segir Rögn-
valdur. „Ég ákvað svo bara að klára brandarann.
Hvanndalsbræður flytja lagið og ætli ég syngi ekki
bakraddir eða eitthvað. Það er svo sem allt í lagi að
prófa þetta.“
Rögnvaldur segir lagið alls ekki hans besta lag.
„Nei, fjarri lagi! Þetta er síðasta lagið sem ég samdi
fyrir Hvanndalsbræður og ég varð að hætta í hljóm-
sveitinni eftir það.“
Svo furðulega vill til að Hvanndalsbræður hafa
slegið í gegn eftir að Rögnvaldur hætti. Hafa átt
tvö topplög og eru spilaðir á öllum útvarpsstöðvum.
Rögnvaldur er þó viðloðandi bandið og kemur stund-
um með til að selja inn á böll.
En er ekki gamla pönkaranum léttir í því að annar
gamall pönkari, sjálfur Bubbi Morthens, semur lag
í keppninni í ár? „Jú, vissulega. Það er eins og nú sé
tíminn í Eurovision þegar þeir sem komu í bransann
upp úr 1980 koma sterkir inn. Bubbi var náttúrlega
algjört goð á sínum tíma, þó ekki væri fyrir annað
en að bjarga manni frá Brunaliðinu.“ - drg
Pönkari hrekktur með Eurovision
EIGA
ÞESSIR
SÉNS Í
EUROV-
ISION?
Hvann-
dals-
bræður.
Rögnvald-
ur lengst
til hægri.