Fréttablaðið - 02.11.2009, Síða 41

Fréttablaðið - 02.11.2009, Síða 41
MÁNUDAGUR 2. nóvember 2009 25 Enska úrvalsdeildin Arsenal-Tottenham 3-0 1-0 Robin van Persie (42.), 2-0 Cesc Fabregas (43.), 3-0 van Persie (60.). Bolton-Chelsea 0-4 0-1 Frank Lampard (45.), 0-2 Deco (61.), 0-3 sjálfsmark (83.), 0-4 Didier Drogba (90.). Grétar Rafn Steinsson var á varamannabekk Bolton. Burnley-Hull 2-0 1-0 Graham Alexander (20.), 2-0 Alexander (77.). Jóhannes Karl Guðjónsson var á bekk Burnley. Everton-Aston Villa 1-1 1-0 Diniyar Bilyaletdinov(45.),1-1 John Carew(47.) Fulham-Liverpool 3-1 1-0 Bobby Zamora (24.), 1-1 Fernando Torres (42.),2-1 Erik Nevland(73.),3-1 Clint Demsey(87.) Portsmouth-Wigan 4-0 1-0 Aruna Dindane (35.), 2-0 Frederic Piquionne (45.), 3-0 Dindane (64.), 4-0 Dindane (90.) Stoke-Wolves 2-2 1-0 sjálfsmark (17.), 2-0 Matthew Etherington (44.), 2-1 Jody Craddock (47.), 2-2 Craddock (64.) Sunderland-West Ham 2-2 0-1 Guillermo Franco (30.), 0-2 Carlton Cole (36.), 1-2 Andy Reid (39.), 2-2 K. Richardson(76.) Manchester United-Blackburn 2-0 1-0 Dimitar Berbatov(55.), 2-0 W. Rooney (87.) Birmingham-Manchester City 0-0 Enska b-deildin Coventry-Reading 1-3 Aron Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry og Gylfi Þór Sigurðsson í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson sat á bekknum. Middlesbrough-Plymouth 0-1 Kári Árnason lék allan leikinn með Plymouth. Peterborough-Barnsley 1-2 Emil Hallfreðsson lék ekki með Barnsley. WBA-Watford 5-0 Heiðar Helguson kom inn á sem varamaður hjá Watford. Skoska úrvalsdeildin Motherwell-Hearts 1-0 Eggert Gunnþór Jónsson hjá Hearts fékk rautt spjald á 71. mínútu í stöðunni 1-0. St. Johnstone-Falkirk 3-1 Kjartan Finnbogason lék allan leikinn f. Falkirk. Spænska úrvalsdeildin Real Madrid-Getafe 2-0 1-0 Gonzalo Higuain (53.), 2-0 Higuain (56.). Osasuna-Barcelona 1-1 0-1 Seydou Keita (73.), 1-1 sjálfsmark (90.+3) Xerez-Sevilla 0-2 0-1 Alvaro Negredo (42.), 0-2 Luis Fabiano (90.). Ítalska úrvalsdeildin Juventus-Napoli 2-3 1-0 David Trezeguet (35.), 2-0 Sebastian Giovinco (55.), 2-1 Marek Hamsik (58.), 2-2 Jesus Datolo (64.), 2-3 Hamsik (81.). AC Milan-Parma 2-0 1-0 Marco Borriello (12.), 2-0 Borriello (90.). Roma-Bologna 2-1 0-1 Adailton (32.), 1-1 Mirko Vucinic (35.), 2-1 Simone Perrotta(52.) Livorno-Inter 0-2 0-1 Diego Milito (49.), 0-2 Maicon (80.). Sænska úrvalsdeildin Halmstad-GAIS 1-3 Hallgrímur Jónasson skoraði þriðja mark GAIS og Eyjólfur Héðinsson lagði upp annað mark liðsins. Jónas Guðni Sævarsson lék með Halmstad. Elfsborg-Helsingborg 1-0 Helgi Valur Daníelsson lék með Elfsborg og Ólafur Ingi Skúlason lék með Helsingborg. Gautaborg-AIK 1-2 Hjálmar Jónsson, Ragnar Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason léku með Gautaborg. Norska úrvalsdeildin Brann-Rosenborg 1-1 Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason og Birkir Már Sævarsson voru í byrjunarliði Brann en Gylfi Einarsson kom inn á sem varamaður. Sandefjord-Stabæk 1-3 Pálmi Rafn Pálmason kom inn á sem varamaður hjá Stabæk. Molde-Lilleström 3-0 Stefán Logi Magnússon var í liði Lilleström. Bodö/Glimt-Odd 1-1 Árni Gautur Arason var í liði Odd. Lyn-Fredrikstad 0-5 Garðar Jóhannsson skoraði þriðja mark Fredrik stad og lagði upp annað markið. ÚRSLIT FÓTBOLTI Arsenal, Chelsea og Manchester United unnu góða sigra í ensku úrvalsdeildinni um helgina en Liverpool tapaði illa. Arsenal og Tottenham mættust í stórleik helgarinnar á Emirates- leikvanginum en tvö mörk Arsen- al með skömmu millibili í lok fyrri hálfleik komu liðinu í kjörstöðu. Robin van Persie opnaði marka- reikninginn fyrir Arsenal á 42. mínútu og Cesc Fabregas bætti við öðru marki skömmu síðar þegar hann stal boltanum af leikmönn- um Tottenham og óð upp völlinn og skoraði glæsilegt mark. Van Persie innsiglaði svo sigur heimamanna með þriðja markinu. Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger var ánægður í leikslok. „Hef ég trú á því að við getum unnið deildina? Já, ég hef trú á því. Ég sagði það fyrir tímabilið og ég segi það enn nú að við erum með nógu góðan hóp til þess að vinna.“ Chelsea og United áttu einn- ig náðuga helgi þar sem Chelsea vann 0-4 sigur gegn Bolton á Ree- bok-leikvanginum og Manchest- er United vann 2-0 sigur á Black- burn en staðan var 0-0 í hálfleik á Old Trafford. Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hrósaði sínum mönnum fyrir þolinmæðina. „Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðir og við höfum sem betur fer reynsluna til þess að verða ekki stressaðir þó svo að fyrsta markið láti bíða eftir sér.“ Knattspyrnustjórinn Rafa Ben- itez var vitanlega ekki eins glaður eftir að hafa horft upp á sína menn í Liverpool tapa 3-1 gegn Fulham á Craven Cottage-leikvanginum þar sem tveir leikmenn Liverpool, Philipp Degen og Jamie Carrag- her, fengu rautt spjald. „Þetta var óneitanlega mjög svekkjandi því það var bara eitt lið á vellin- um áður en þeir skoruðu sitt fyrsta mark. Það sama gerðist í raun og veru aftur í síðari hálfleik. Þeir komust yfir á nýjan leik eftir að við höfðum yfirspilað þá.“ - óþ Arsenal, Chelsea og Manchester United með sigra en Liverpool missteig sig illa: Við getum unnið deildina MARKASKORAR Cesc Fabregas hafði ærna ástæðu til þess að fagna glæsilegu marki sínu gegn Tottenham. Með honum á myndinni er Robin van Persie sem skoraði hin tvö mörk Arsenal í leiknum. NORDIC PHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.