Fréttablaðið - 02.11.2009, Qupperneq 46
30 2. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
HVAÐ SEGIR MAMMA?
LÁRÉTT
2. fangi, 6. umhverfis, 8. sjáðu, 9.
útdeildi, 11. í röð, 12. étur allt, 14.
einkennis, 16. vörumerki, 17. hár, 18.
kvenkyns hundur, 20. samtök, 21.
laun.
LÓÐRÉTT
1. endast, 3. klaki, 4. smjaðra, 5.
hlemmur, 7. land í SA-Asíu, 10. fálæti,
13. efni, 15. áfall, 16. stykki, 19. mun.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. gísl, 6. um, 8. sko, 9. gaf,
11. jk, 12. alæta, 14. aðals, 16. ss, 17.
ull, 18. tík, 20. aa, 21. kaup.
LÓÐRÉTT: 1. duga, 3. ís, 4. skjalla, 5.
lok, 7. malasía, 10. fæð, 13. tau, 15.
slag, 16. stk, 19. ku.
„Þetta er alveg á pari við kúa mykj-
una sem við köfuðum ofan í í Hús-
dýragarðinum hérna um árið,“ segir
Sverrir Þór Sverrisson, sjónvarps-
maður og kvikmyndastjarna. Hann
fór ásamt félaga sínum, Auðuni
Blöndal, á bæinn Tannstaðabakka í
Hrútafirðinum og kynnti sér hvern-
ig daglegt líf íslenskra bænda fer
fram. Afraksturinn verður sýnd-
ur í þætti þeirra en hápunkturinn
var eflaust þegar Auðunn og Sverr-
ir fengu að sæða belju. „Þetta er
mjög sérstakt ferli, mennirnir sem
eru að vinna í þessu dags daglega
eru eldsnöggir og fyrir þá er þetta
náttúrlega ekkert mál.“ Sama verð-
ur ekki sagt um borgarbörnin þótt
sjónvarpsmennirnir tveir hafi borið
sig nokkuð vel miðað við aðstæður.
Sverrir útskýrir að menn þurfi að
ganga í skugga um að endaþarmur
beljunnar sé alveg hreinn. „Þú ferð
með hendina alveg inn og þarft að
kafa nokkuð djúpt,“ segir Sverrir
og bætir því við að beljan hafi sýnt
Auðuni nokkurn áhuga. „Eina skipt-
ið sem beljan sýndi sælusvip var
þegar Auðunn gerði þetta. Hann
kom sjálfum sér annars nokkuð á
óvart því hann er nú þekktur fyrir
að vera ekkert mikið fyrir ógeðs-
lega hluti en kláraði þetta.“
Annars fannst sjónvarpsmann-
inum magnað að taka á móti þrett-
án þúsund lifandi kjúklingum sem
voru fluttir í bæinn með sendiferða-
bíl en hreifst mest af rollunum. „Ég
er mikill kindamaður, þær eru svo-
lítið eins og mannfólkið, finna sér
forystusauð og elta hann alveg út
í eitt. Sjálfur myndi ég hins vegar
aldrei vilja vera kind en ég skil
núna af hverju Bjarni Ármanns er
alltaf hangandi uppi í sveit, það er
voðalega gott að komast frá amstri
dagsins.“
Skúli Einarsson, staðarhaldari á
Tannstaðabakka, var nokkuð sátt-
ur við það sem hann sá til strák-
anna þegar Fréttablaðið náði tali
af honum. Þeir hafi verið reiðu-
búnir að prófa allt. Hann taldi þá
vel geta plummað sig sem bænd-
ur. „Þeir eru svo miklir félagar og
þekkja hvor annan svo vel að þetta
starf ætti ekkert að flækjast fyrir
þeim,“ segir Skúli.
freyrgigja@frettabladid.is
SVERRIR ÞÓR: FÉKK AÐ KYNNAST ÍSLENSKRI SVEITASÆLU OG LÍKAÐI VEL
Sælusvipur á beljunni þeg-
ar Auddi Blö sæddi hana
AÐ SÆÐA BELJU Sverrir hreinsar endaþarminn á belju í Hrútafirði áður en sæðinu er sprautað inn í leg hennar. Endaþarmurinn
verður að vera alveg hreinn áður en þetta er gert. Skúli bóndi fylgist grannt með að allt sé gert á réttan hátt. Til hliðar er Auddi en
beljan hreifst mjög af honum að sögn Sveppa.
Páll Tómas Finnsson er ein helsta stjarnan í Evrópu
þegar kemur að áströlskum fótbolta. Hann hefur
stundað íþróttina í tæp fimmtán ár, fyrst í Dan-
mörku við góðan orðstír og nú í Frakklandi. Páll
hefur náð því afreki að leika með þremur lands-
liðum í íþróttinni, því danska, franska og síðast
því íslenska. Páll er nú búsettur í París, er fyrirliði
liðsins í borginni og varð nýverið Frakklands-
meistari. Hart er sótt að honum að sækjast
eftir kjöri forseta Evrópusambands ástralsks
fótbolta á stofnfundi þess sem haldinn verður
í Frankfurt í janúar á næsta ári.
Páll er hógvær þegar þetta er hermt upp á
hann, að hann sé ein helsta stjarnan í þess-
ari harðskeyttu íþróttagrein. „Ég spilaði
í Skandinvavíu lengi og hef því kynnst
mjög mörgum enda er þetta tiltölulega
ung íþrótt í Evrópu. Maður er því far-
inn að kannast við ansi marga í kring-
um þetta,“ segir Páll. Bróðir Páls, Jón Hrói
Finnsson, kynnti hann fyrst fyrir íþróttinni í Dan-
mörku og hann kolféll strax fyrir henni. „Hún hefur
leikið ansi stórt hlutverk í veigamiklum ákvörðun-
um sem ég hef tekið. Það fyrsta sem ég gerði þegar
ég flutti frá Danmörku til Parísar var til að mynda
að athuga hvort borgin væri ekki örugglega með lið
í áströlskum fótbolta,“ útskýrir Páll.
Eins og Fréttablaðið greindi frá fyrir helgi
er í kringum tuttugu manna hópur sem æfir
íþróttina hér á landi og Páll segist vera
ákaflega sáttur við það sem hann hafi séð
til drengjanna. „Ég held að þessi íþrótt
geti alveg slegið í gegn hér. Þeir sem
hafa æft handbolta hafa náð mjög fljótt
góðum tökum á henni og er hún ekki
þjóðaríþróttin okkar?“ - fgg
Stjarna í áströlskum fótbolta
KOLFÉLL FYRIR ÍÞRÓTTINNI Páll Tómas hefur afrekað
að leika með þremur mismunandi landsliðum í
áströlskum fótbolta.
„Hann Rökkvi er fyrst og fremst
að verða pabbi á hverri stundu
og ég veit að hann verður góður
pabbi því hann hefur alltaf
verið góður við lítil börn. Þetta
er lítil Laufey og við bíðum bara
eftir að hún komi í heiminn.“
Harpa Karlsdóttir, móðir Rökkva Vésteins-
sonar skemmtikrafts.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
„Ég er búinn að bjóða þeim – ég myndi
vilja fá þá á námskeið. Það þurfa allir
á þessu að halda,“ segir vaxtarrækt-
artröllið Magnús Þór Samúelsson og
á þar við aðra risa; próteinbarónana
Arnar Grant og Ívar Guðmunds.
Magnús og Olga Ósk Ellertsdóttir,
kærasta hans, standa fyrir vikuleg-
um pósunámskeiðum fyrir vaxtar-
ræktarfólk í World Class. Arnar og
Ívar hafa ekki enn þá mætt á nám-
skeið, en Magnús býst við að þeir
mæti á endanum.
Er ekki nóg að vera vöðvastæltur,
þarf maður að læra að beita byssun-
um?
„Já, massaðasti maðurinn getur
verið minnsti maðurinn á sviðinu,
ef hann kann ekki að sýna vöðvana,“
segir Magnús Þór. „Menn læra að
sýna það besta sem þeir hafa og fela
gallana.“
Magnús Þór og Olga Ósk taka að
sér hvort sitt kynið, hann sér um
strákana og hún sér um stelpurnar.
„Hún kennir þeim labbið og stöð-
una sem stelpurnar þurfa að læra
ásamt ráðleggingum um bikiní og
annan klæðnað,“ segir hann. „Strák-
arnir eru aðeins flóknari, það þarf
að hnykla vöðvana rétt. Það eru sjö
skyldustöður sem þarf að taka og svo
er rútína – ég fer yfir hana líka.“
Magnús segir að allir sem ætli að
keppa í vaxtarrækt njóti góðs af nám-
skeiðinu, byrjendur og lengra komnir.
„Það er alltaf hægt að betrumbæta.
Ég sé kannski eitthvað sem keppend-
urnir sjá ekki sjálfir,“ segir hann.
- afb
Býður Arnari og Ívari á pósunámskeið
SVONA Á AÐ GERA ÞETTA Olga og Magnús Þór standa fyrir vikulegum pósu-
námskeiðum í World Class. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Verðlaunahöfundurinn
Erling Jepsen var beð-
inn um að mæla með
fjórum bókum sem allir
ættu að lesa á vef
Gyldendal-for-
lagsins. Jepsen
þessi varð
stórstjarna í
Danmörku
þegar bók
hans Listin
að gráta í
kór kom út en hún varð seinna
kveikjan að samnefndri kvikmynd.
Jepsen velur meðal annars Fávit-
ann eftir Dostojevski og Rokland
eftir Hallgrím Helgason.
Leikstjóri kvikmyndarinnar Jóhann-
es, Þorsteinn Gunn-
ar Bjarnason, og
aðstandendur Algjörs
svepps eru vafa-
lítið farnir að kæla
kampavínið. Allt sem
Laddi snertir virðist
breytast í gull
og hið sama
á aug-
ljóslega
við um
Sveppa.
Jóhannes
braut 20 þúsund gesta múrinn
á miðvikudagskvöldið og Algjör
sveppur og leitin að Villa náði því
takmarki að fá þrjátíu þúsund gesti
um helgina.
Tökur á Áramótaskaupi Ríkissjón-
varpsins hefjast í vikunni. Gunnar
Björn Guðmundsson leikstjóri
hefur haldið mikilli leynd yfir verk-
efninu en þó er vitað að mikið er
lagt í smíðavinnu og hafa ham-
arshljóð ómað um Efstaleitið öll
kvöld. Leikhópurinn
er smám saman
að skríða saman
þótt hann hafi
ekki verið gerður
opinber en sam-
kvæmt heimild-
um Fréttablaðsins
munu einhverjir
ungleikarar
þreyta frum-
raun sína
að þessu
sinni.
- fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á síðu 8.
1. Um 1.100 manns.
2. 100 milljarða evra.
3. Stjörnuna.