Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 3
f
II LlNDARfUÓDRI
Lindarrjóður við Eyrarvaitn.
Nú er ég búinn að vera hjá Skógarmönn-
um K. F. .U. M. í Lindarrjóðri tvívegis í
sumar og hefi haft af því mlkla ánægju.
1 fyrra sinnið fór ég með drengjaflokki
héðan úr Reykjavík og dvaldi þar viku-
tíma. Pá var verið að hamast við skála-
bygginguna, og hefir hún risið þarna upp
eins og Aladdínshöllin í Þúsund og einni
nótt, á ótrúlega skömmum tíma. Byrjað var
að re'iisa húsið (á grunninum sem steypt-
ur var sumarið 1939) hinn 7. júlí. Og síð-
an hefir allt af verið þarna fjöldi pilta,
sem gefið hafa sumarleyfi sitt til þess að
hjálpa til við bygginguna. Og nú er lokiö
því, sem áætlað var, að hægt yrði að gera
í sumar: skálinn kominn upp, mikill og
reisulegur, albúinn að utan, (en ómálaður)
— gólfið lagt og eldhdsið þiljað. En nu
eru efnin ekki meiri' ao sinni, og þess vegna
er mikið verkefni Skógarmanna enn, að
safna fé, sem til þess þarf að búa skálann
að innan, eins og hann á að vera, — og
það langar þá til að geta gert á næsta
sujmri. Og þeir eru ákaflega bjartsýnir
menn, því að þeir vita það, að Guð hefir
verið með þeim í þessu starfi, — þeir hafa
fundið það svo áþreifanlega i smáu og
stóru. Enda er til þess stofnað, að þarna
verði góð aðstaða til þess að vinna mikið
og gott starf fyrir Guðs ríki á meðal ís-
lenzkra drengja og ungra manna.
Ég hefi nú séð, í sumar, hvernig aðstað-
an og aðbúnaðurinn hefir verið undanfar-
ið, þegar bezt hefur verið, og ég hefi lika
getað gert mér grein fyrir, hvernig þetta
muni verða, þegar farið er að hafa not
af skálanum. Og víst vérða það mikil við-
brygði.
En það, sem ég sá dásamlegast þarna
uppfrá, á þessari stuttu viðdvöl þar, var
það, að árangur getur crðið miikill og glæsi-
legur, jafnvel við erfið skilyrði, eða eina
og þau hafa verið. Því að þarna sá ég,
að kornungir drengir, sem ég hafði verið
samfeijða uppeftir, fundu frelsara sinn, i
Lindarrjóðri og gengu honum á hönd, af
huga og hjarta, Þau kraftaverk verða mér
ógleymanleg.
Og annars býst ég við, að ég verði’ aldr-
ei svo gamall, að mér geti ekki hlýnað um