Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 11
LJÓSBERINN 151 Oliollur iestur. Foreldrar Vilhjálms höfðu fengið bréf frá kennaranum, sem hljóðaði á þessa leið: »Upp á síðkastið h.efir orðið sorgleg breyting á framkomu Vilhjálms. Áður fyrr var hann einn af duglegustu nemendum mínum; en nú er því þveröfugt farið. Hann hirðir ekki um námið og það er sjaldgæft, að hann.kunni lexíurnar sínar á fullnægj- andi hátf. Þegar ég útskýri eitthvað fyr- ir börnunum., horfir hann út í bláinn, sljó- um augum, og nefni ég hann með nafni, er eins og að hann vakni af svefni. Eg vil því biðja yður að athuga, hvort hann aðhefst ekki eitthvað ónytsamt eða skað- legt, því það er eina skýringin, sem ég get fúndið á hinu breytta háttalagi hans«. Méðir Vilhjálms andvarpaði, þegar hún hafði lesið bréfið, og hún hugsaði; »Hvað getur þetta þó verið? Ég hefi líka orðið þess vör, að hann hefir breyzt og það hiýt- ur að vera eitthvað, sem hann leynir mig«. Og þannig var því varið. Vilhjálmur hafði nefnilega lítið herbergi út af fyrjr sig, og er hann hafði boðið foreldrum sín- um góða nótt á kvöldin, fór hann að hátta og lét, sem hann ætlaði að fara að sofa, en í stað þess lá hann bara og beið eftir því, að allt yrði hljótt í húsinu, Þegar hann var fullviss u,m, að allir væru gengn- ir til hvílu, laumaðist hann fram úr rúm- inu og sótti nokkrar eldspýtur og kerti, ákúrur, enginn reiðilestur, — og hann átti það þó til, þessi læknir, að vera tals- vert »beizkur« stundum. En vesalings litla, fallega stúlkan! Fót- brotin á báðum fótum, og yrði ef til vill hölt alla æfi. Hvernig skyldi hún mamma hennar taka þessu,! Hann vissi það ekki bifreiðarstjórinn, p.ð Dídí litla átti enga mömmu. Framh. sem hann hafði falið. Síðan kveikti hann á kertinu, setti það við rúmið, svo að hann gæti séð til að lesa, náði svo í bók fram úr felustað og að vörmu spori var hann nið- ursokkinn í lestur slæmrar skáldsögu. And- litssvipur hans sýndi h.ve æstur hann var. Við minnsta hljóð hrökk hann við og hætti stundarkorn við lesturinn; en brátt hélt hann áfram, sí'ðu eftir síðu. Þetta kvöld var hann þó þreyttari en venjulega, og hann féll brátt í svefn, En í draumum sínum tók hann áfram þátt í atburðunum, sem bókin fjallaði u.m. Allt í einu fálmaðþhann út í loftið með hægri hendinni, sem varð til þess að hann ýtti við bókinni, svo að blöðin í henni snertu logandi kertið, sem nú var næstum út- brunnið. Eldurinn læstist í pappírinn og breiddist út í rúmfötin, og brátt varð her- bergið fullt af megnri reykjarsvælu. Vilhjálmur stundi í svefninum eins og eitthvað þjakaði hann, og hann æfti erfitt með að draga andann. Hann ætlaði að kalla á hjálp; en kverkar hans voru eins og sam- anherptar. Stuttu áður en eldurinn brauzt út,, hafði faðir hans komið heim og* tók þá strax eftir bréfinu frá kennara Vilhjálms, sem lá á borðinu. Hann las það og sagði því næet hryggur við konu sína: »En hvað það er sorglegt, að Vilhjálm- ur er ekki lengur iðinn í skólanum! Eg hygg að kennarinn hafi á réttu, að star.da, að það hljóti að8 vera eitthvað, sem hann leynir okkur og sem tekur frá honum tíma hans og krafta. Við skulum biðja mikið fyrir honum og Guð mun hjálpa okkur, svo að hann geti aftur orðið góður og ið- inn drengur alveg eins og áður!« Litlu seinna, þegar foreldrarnir ætluðu að leggjast til hvílu, fundu þau megna reykjarsvælu berast að vitum sér. Þau horfðu óttaslegin hvort á annað. Hvaðan kom þessi. reykjarlykt eiginlega? »Það hlýtur að vera eldur í herbergi

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.