Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 9
L J ÓSBERINN 149 harm að sjá. En þeim skjátlaðist, konun- um. Dídí saknaði móður sinnar mikið, því að í huga hennar voru aðeins endurminn-' ingarnar um sólskinsblettina í samvistum þeirra. Nú voru engir sólskinsblettir í til- veru Dídí, — að minnsta kosti ekki heima. Hún grét ekki, — það var satt. Hún var orðin svo »veraldarvön« þessi litla stúlka, að hún g'rét ekki nema undan líkamlegum sársauka, c.g það kom sjaldan fyrir að hún meiddi sig svo, að hún færi að gráta. En hún bar h,arm sinn í hljóði. Nú var enn þá ömurlegra að vera heima, en nokkru sinni áður. Hún varð að sjá um húsverkin og elda mat. Þau höfðu eitt, rúmgott her- bergi og eldhúskitru, í kjallara í Skugga- hverfinu. Dídí kunni vel til verka og var þrifin, svo að allt af var þokkalegt her- bergið og hreint eldhúsið. Og matartilbún- ingurinn var vandræðalaus, — þau borð- uðu ofta?t soðinn fisk og hafragraut, — og svo auðvitað rúgbrauð og kaffi. En Jón, faðir Dídí, sem lét sem hann vissi varla af því, að hún hafði atvinnuna hjá »Vísi«, lagði ríka áherziu á, að hún hefði til heitan mat handa honum, þegar hann kom heim frá vinnunni, kl. 7 á kvöld- in, og varð úrillur ef mistök urðu á því. Dídí litla varð. þó oft naumt fyrir, eink- um ef blaðinu seinkaði nokkuð að ráði úr prentsmiðjunni. En nú hafði hún sag't af- greiðslumanninum allt um sína hagi, og hann gerði sér far um að greiða fyrir Dídí sem bezt hann gat, og afgreiddi hana t. d. fyrsta allra krakkanna. Það var nú raunar sjálfsagður hlutur. En hann gerði meira. Þegar það koim fyrir, að blaðinu seinkaði úr hófi fram, útvegaði hann Dídí stundum krakka h,enni til hjálpar við út- burðinn, og borgaði það sjálfur. Þetta hefðu nú líklega fáir afgreiðslumenn gert. En afgreiðslumaðurinn þessi var vænn maður og honum þótti vænt um Dídí, bæði vegna þess að hún hafði gert honum hans starf bærilegra en það hafði áður verið, — og svo hreint og beint vegna þess, hvað Dídí var góð stúlka. Þau voru orðnir »perlu- vinir« afgreiðslumaðurinn og Dídí, — og það var nú svo hlálegt — Dídí var stund- um að hugsa um það, — &ð þetta var eini virmrinn, sem hún átti í öllum heiminum. Það er þó leiðinlegt að þurfa að segja þetta, — Dídí fann það líka, og hafði aldrei orð á því. Hún fann sárt til þess, hvað henni þótti lítið vænt um pabba sinn, Hana langaði til að vera góð við hann, og hún vildi allt fyrir hann gera, — en hana langaði líka svo mikið til þess að hann væri blíður við sig, og þó einkum eftir að mamma hennar dó. En hann var ekki blíð- ur maður, að minnsta kosti ekki á yfir- borðinu. Og þó fannst Didí stundum, að hún sjá votta fyrir blíðu í augnaráði hans, einkum upp á síðkastið. Og hún vissi það fyrir víst, að hann hafði grátið oftar en einu sinni, á meðan móðir hennar lá á líkbörunum. En þannig eru sumir menn. Og það get- ur orðið mikið tjón að því. Þeir brynja sig kulda- og harðneskju-brynju, annað hvort viljandi eða óviljandi, en eru ef til vill meirir og viðkvæmir með sjálfum s,ér. Og þeir sem umgangast þá, fá aldrei að njóta þeirra eins og þeir eru í réttu eðli sínu, Þegar þessi saga gerðist, var afgreiðsla »;Vísis« í hrörlegu húsi við Aðalstræti, — húsi, sem nú er búið að jafna við jörð fyrir löngu. Þangað sóttu krakkarnir blað- ið, síðdegis á degi hverjúm, — sofnuðust fyrir framan afgreiðsluborðið skömmu áð- ur en von var á blaðinu úr prentsmiðj- unni. Var þar venjulega »þröng á þingi« og mikill- kliður, hnippingar og hnútuköst. Afgreiðslumaðurinn var þá vanur að kippa Dídí inn fyrir borðið, og henni þótti vænt um það, og lét sér alveg á sama standa, þó að hinir krakkarnir, sumir, væru að »senda henni tóninn«. Annars þorðu þau nú ekki að vera mjög harðskeytin við hana þarna inni, því að afgreiðslumaðurinn tók það óstinnt upp fyrir þeim, og þau báru talsverða virðingu fyrir honum. En það

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.