Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 24

Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 24
164 LJÓSBERINN samt sem áður ekki til þess, og allt í einu mundi hann eftir, að hann hefði víst, þeg- ar allt kom til alls, s,éð bréf með þessari utanáskrift og hugsaði: »Það var þó und- arlegt! Var það annars ekki ábyrgðarbréf, sem á stóð: »Sara Herne«?« Hann tók nú að leita og fann brátt bréf, sem utan á var skrifað: Frú Sara Herne, fædd Berg. »Hvað hét móðir þín, áður en hún gift- ist föður þínum?« spurði hann. Hjálmar h.ugsaði sig um og póstmeist- arinn reyndi nú að hjálpa honum með þvi að spyrja: »Hvað hét afi þinn, pabbi mömmu þinn- ar?« »Hann hét Bergk hrópaði Hjálmar glaður. »Það var einkennilegt«, tautaði póst- meistarinn og því næst sagði hann hátt: »Ætlarðu svo að fara heim og heilsa móður þinni frá mér og segja, að það liggi ábyrgðarbréf til hennar hérna«. Aldrei hafði Hjálmar hlaupið eins hratt. Og móðir hans stóð alveg mállaus og hlust- aði á það, sem hann, í miklum flýti, reyndi að skýra henni frá. En loks skildi hún, hvað um væri að vera, og hélt af stað til pósthússins. Þegar hún var komin heim aftur, opnaði hún með skjálfandi hönd- um bréfið. Hún þekkti ekki rithöndina og vissi ekki, hver hefði sent, það. Inni í um- slaginu lá bréf, sem hljóðaði þannig: . »Frú Herne! Þér munið víst eftir því, að stolið var einu sinni þúsund krónum af manni yðar, þegar hann var á ferðalagi. Ég var þjófurinn. Fyrir stuttu síðan kornst ég að því, að þér væruð ekkja og ættuð við slæm kjör að búa, og síðan ég frétti það, hefir samvizka mín ekki látið mig í friði hvorki dag né nóitt. Guð hefir sýnt mér allar mínar syndir, og hann hefir fyr- irgefið mér vegna Jesú Krists. Nú sendi ég yður peningana aftur ásamt vöxtum og bið yður um að skrifa mér, að þér fyrir- egfið mér. Frú Herne stóð Iengi með bréfið í hend- inni. Hún var gagntekin við að sjá hina stóru peningaupphæð. En svo lofaði hún Guð fyrir alla hans tryggð og miskunnsemi. Og þið megið trúa, géðu börn, að það var ekki erfitt fyrir hana að skrifa, þjófinum að hún fyrirgæfi honum af öllu hjarta. Nú gat hún greitt húsaleiguna og hús,- ráðandinn var ánægður. Því næst flýtti hún sér til ættingja sinna og sagði þeim frá því, sem skeð hafði, og sameiginlega þökkuðu þeir hinum algóða Guði, sem ein- mitt hafði hjálpað, þegar neyðin var mest. Póstmeistarinn gat ekki gleymt Hjálm- ari og var héðan í frá hans trúfasti vm- ur. Þegar Hjálmar varð eldri, útvegaði póstmeistarinn honum góða stöðu, svo að hann gæti virkilega hjálpað móður sinni. M. G. þýddi. Á skemmtisiglingu með pabba. Haraldur litli fékk að vera með föður sínum á skemmtisiglingu. Það var glaða sólskin og hægur andvari. »Pabbi, má ég fá að sitja við stýrið?« spurði Haraldur. »Það er velkomið«., sagði pabbi hans og veik úr sæti fyrir honum. Ilaraldi þótti þetta heldur en ekki gam- an og varð auðvitað upp með sér af því. Hann gaf pabba sínum ekkert eftir; hann gat svo sem setið heima þeirra hluta vegna; Haraldur litli gat leyst hann af hólmi. En þegar þeir voru komnir spölkorn út á f jörðinn, þá fór/ að hvessa. Bárurnar brotnuðu á hverju skeri sem þeir sigldu fram hjá; báturinn lagðist á hliðina og yfir hann gekk öðru hvoru. Þá fór nú hug- ur Haraldar litla heldur að bila. Hann fölnaði og hrópaði til pabba síns: »Pabbi, það er bezt að þú stýrir«. Lífsakkeri okkar mæta bæði stormar og stillur. ö, að við gætum allt af sagt við vorn himneska föður, hvað sem oss mæt- ir: »Það er bezt að þú stýrir«. Aúhur S.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.