Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 22
162
LJÓSBERINN
ar, »er ekki hreiður þarna uppi í hæsta
trénu? Laufið blaktir svo í vindinum, að
ég get ekki almennilega' séð það«.
Stígur horfði og horfði. »Jú«, hann reis
upp, »það er hreiður, Páll! Eigum við að
klifra upp og líta í það?«
»Ertu alveg bandvitlaus, telpukrakki! —
Ætti nokkur að klifra upp, þá væri það
líklega ég; en þetta er afar hátt. En ég
ætla s,amt að segja þér, að þú færð ekki
eggin, þói að þú safnir þessháttar. Það er
ljótt að taka þau«.
»Það veit ég vel; það eru heldur ekki egg
um þetta leyti«.
Páll greip utan um neðstu greinina og
komst auðveldlega upp á hana, hann klifr-
aði hægt og gætilega, en komst þó all hátt.
Svo kallaði hann niður til Stígs: »Efstu
greinarnar sýnast vera gamlar og feyskn-
ar, það er víst ekki vert að klifra lengra.
Eg held annars, að þetta sé spörvahreiður«.
Eftir fáeinar mínútur var hann kominn
niður aftur.
»Að þú skulir geta snúið við, þegar þú
varst kominn .svona nærri, það skil ég
ekki«, sagði Stígur, og áður en Páll vai
kominn alveg niður, sveiflaði Stígur sór
léttilega upp á neðstu greinina, og á svip-
stundu var hann kominn jafn hátt og Páll
hafði komist lengst.
»Elsa!« hrópaði Páll óttasleginn, »þú
mátt ekki fara lengra, greinarnar eru ekki
öruggar — Elsa, þú mátt það ekki!« En
Stígur hélt sér fas,t með vinstri hendi,
teygði höfuðið fram og gaf Páli langt nef
með hægri hendinni.
»Elsa!« hrópaði Páll enn hærra akaf-
ari, »komdu strax niður — greinarnar bera
þig ekki«.
En Páll hrópaði árangurslaust. Stígur
þaut hærra og hærra, og þvi óttaslegnari
sem Páll varð, þess hærra hló Stígur.
»Halló!« hrópaði hann loksins, »geturðu
heyrt til mín?«
»Já, víst get ég það, stelpuskömm!«
»Hérna eru fjórir stórir sp.örva-ungar!«
Og í sama vetfangi þyrluðust ungarnir upp
úr hreiðrinu og flögruðu umhverfis höfuð-
ið á honum. »Gáðu nú að, Páll, nú dett ég
beint ofan á höfuðið á þér!«
En Stígur lét sig ekki detta, hann kom
niður á fleygiferð og la.uk loftferð sinni
með geysimiklu stökki niður í grasið, og
þar velti hann sér lystilega, án þess að
hugsa vitundar ögn um kjólinn, sem hann
var í.
»Jæja, get ég kannske ekki klifrað al-
mennilega?« sagði hann, og mundi nú allt
í einu eftir því, að hann var telpa, og fann
nú, að allir hnapparnir á bakinu höfðu
sprottið upp.
»Els.a«, sagði Páll alvarlega, ».ég er veru-
lega reiður við þig. Það er ekkert gaman
að sjá telpu þjóita upp í tré alveg eins og
apakött; þú hefðir getað hálsbroitið þig, það
brast og brakaði í hverri grein. Og. nú er
víst komið mál til að fara heim og borða
miðdegisverð«.