Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 28

Ljósberinn - 01.10.1941, Blaðsíða 28
4j y ði m e rh u rfö ri n (26 J SA6AÍ MYNDUM eftir HENRYIf SIENKIEWICZ Arabarnir tveir ráku upp öskur, óttaslegnir. Þeir hentu sér af baki og hlupu, til Stasjo. Dreng- urinn hafði vonað að þeir flýðu, svo þeir kæmust hjá dauðanum, en blindir af hræðslu og reiði héldu þeir að þeim tækist að ná í Stasjo og reka hann í gegn, áður en honum ynnist tími til að hlaða byssuna á ný. En þeir höfðu ekki hlaupið langan spöl, þegar skot bergmáluðu á ný í gjánni, og þeir féllu til jarðar. Annar þeirra særðist þó ekki banasári, en þegar hann bærði á sér, beit Saba tönnum sínum í hnakka hana. að ná 1 hestana, sem flúið höfðu af ótta við skot- hrlðina. Tveim þeirra tókst Kali að ná í, en tvo rak hann á undan sér til Stasjo. Þau höfðu nú fjóra hesta og auk þess múlasnann, sem bar tjald- ið. Hestar frá Sudan eru vanir að sjá villf dýr, en ljónið óttuðust þeir; það gekk þvi illa að koma þeim fram hjá klöppinni. Þeir frýsuðu og nösuðu, en þegar þeir sáu múlasnann ganga rólega fram hjá staðnum, þar sem ljónið lá, þá fylgdu hinir óttafullu hestar dæmi hans. Það ríkti dauðakyrrð, sem var rofin af stunum Kalis. Hann féll biðjandi á kné, rétti upp hend- urnar og hrópaði: »Mikli herra! Drepur ljón, drep- ur vonda menn, ekki drepa Kali«. Stasjo hlustaði ekki á hróp hans. Drykklanga stund stóð hann utan við sig, en þegar hann leit náföJt andlit Nel með óttafull augu, hljóp hann til hennr.r, »Vertu óhrædd, Nel! Við erum frjáls, Nel!« — Já, sann- arlega voru þau frjáls, en villt í þessari mann- lausu eyðimörk og veglausu fjallagjám. Það var orðið áliðið dags. Stasjo skipaði Ka,li Þau riðu áfram einn kílómeter og námu fyrst staðar þegar gjáin víkkaði og endaði í litlum boga- mynduðum dal, sem var þéttvaxinn þymum og stingandi mímósarunnum. »Herra«, sagði negrinn ungi, »Kali kveikja eld, mikinn eld«. Hann greip breiða, sudanska sverðið, sem hann hafði tekið af líki Gebhrs og hjó með því þyrna og smátré. Þegar hann var búinn að kveikja eldinn, hélt hann áfram að höggva, þangað til hann hafði safnað nægum eldivið til næturinnar. Að því loknu reisti hann með hjálp Stasjo upp tjald handa Nel.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.