Ljósberinn - 01.06.1952, Side 12

Ljósberinn - 01.06.1952, Side 12
60 LJDSBERINN UPP Á LÍF DG DAUÐA S AG A EFTIR G U N N A R H J □ B E R □ Jerry var rúmlega tólf ára. Hann var samt fyrir löngu farinn að hjálpa til við að gæta stóru nautgripahjarðanna, sem faðir hans átti og voru á beit á stóru sléttunum. Faðir hans var stórbóndi í Argentínu. Þegar Jerry varð tíu ára, hafði hann fengið lítinn hest í afmælisgjöf. Hann gaf hestinum nafnið Sim, og hafði hinar mestu mætur á honum. Jerry þurfti ekki annað en að flauta lítið eitt, og þá kom Sim strax þjótandi til hans. Jerry sveiflaði sér þá í hnakkinn og hvíslaði ein- hverju að hestinum, sem enginn vafi var á, að hann skildi, og um leið þaut hann af stað, hvert sem drengurinn óskaði. Það var ótrú- legt, hve þessi litli hestur gat farið hratt yfir slétturnar. Jerry átti litla systur. Hún var fjögurra mánaða gömul. En drenginn var þegar farið að dreyma um, hve gaman mundi verða, þeg- ar hún yrði stór og mundi líka fá hest, svo að þau gætu þeyst saman á hestunum sínum um slétturnar. Um þetta var hann að hugsa dag nokkurn, er hann reið heim að bænum. Sim brokkaði í hægðum sínum. Það var breiskjuhiti og Jerry fannst, að honum lægi ekkert á. Þetta hafði verið erfiður dagur. Þeir höfðu verið að flytja hjarðirnar í annað haglendi. Allt í einu var hann rifinn upp úr hugsun- um sínum. Hann heyrði ,að einhver var að brópa. Það var móðir hans. Hún kom hlaup- andi á móti honum og benti ákaft upp í loft- ið. Hann skildi óðara, hvað um var að vera. Það var eins og blóðið storknaði í æðum hans. Hann sá stóran örn, sem óðum hækkaði flug- ið, og í klóm hans var einhver böggull. Hann sá það á örvæntingarsvip móður sinn- ar, hvað þetta mundi vera. Hann sneri hest- inum óðara við og hvíslaði einhverju í eyru honum. Sim teygði úr sér og þaut af stað, eins og kólfi væri skotið. Jerry veifaði til móður sinnar. Hann ætlaði að reyna að gera allt, sem í hans valdi stæði til að frelsa Maríu litlu, systur sína. Örninn hóf sig hærra og hærra. Jerry hvísl- aði sífellt í eyra Sim, og hann þaut áfram yfir holt og hæðir. — Sim, þú verður að herða þig. Ég þori ekki að skjóta á örninn, en ég verð að sjá, hvert 'hann fer. Ég veit um arnarhreiður uppi í klett- unum, og ég vona, að þetta sé örninn, sem býr þar. Þá getur verið, að okkur takist að bjarga henni. En þú verður að herða þig. Heyrirðu það, Sim, þú verður að herða þig! Jerry beygði sig fram á makka hestsins til þess að draga sem mest úr vindmótstöð- unni, og hesturinn tók á öllu, sem hann át.ti. Jerry sá nú greinilega, að örninn lækkaði flugið, er upp í klettana kom. Það var ekki um að villast, að þetta var örninn, sem bjó þar. — Góði Guð, bjargaðu Maríu, bjargaðu Maríu, litlu! Jerry fann vel, að Sim hafði aldrei hlaup- ið svona hratt. Það var auðséð, að skepnunni skildist, að þetta var ekki venjulegur leikur, heldur kapphlaup við sjálfan dauðann. Vegurinn varð'ógreiðfærari, er ofar kom og dró þá heldur úr hraðanum, en drengurinn hélt sér dauðahaldi í hestinn til þess að kast- ast ekki af honum. Skyldu þeir komast nógu snemma? Skyldi þetta takast? Neistar flugu undan járnuðum hófum hests- ins, er þeir skullu ótt og títt í hörðu grjótinu. Ef honum skrikaði fótur, mundu þeir steyp- ast niður í hyldýpið fyrir neðan. Jérry sleppti taumunum og lét hestinn einan um ferðina á þessari hættulegu leið. Loks nam hesturinn staðar. Hann komst ekki lengra eftir einstiginu. Jerry renndi sér af baki. Hann verkjaði í allan líkamann eftir áreynsluna, en nú var enginn tími til að hugsa um það. Hann losaði snöruna og tók byssuna í hönd sér. Síðan skreið hann fram- hjá fótum hestsins og nokkurn spöl áfram eftir syllunni, sem þeir voru á. Það var ekki auðvelt fyrir ungan dreng að

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.