Ljósberinn - 01.06.1952, Page 14

Ljósberinn - 01.06.1952, Page 14
62 LJDSBERINN Slunginn sölumaður Dálítil gamansaga. Sölumaður barði að dyrum á skrifstofu prestsins. Hann spurði, hvort presturinn vildi ekki kaupa matreiðslubók handa prestsfrúnni. Jú, prestur var ekki frá því. Hann keypti bókina og borgaði hana strax. Sölumaðurinn þakkaði og fór. En hann fór ekki lengra en niður í eldhús til frúarinnar og spurði, hvort hún vildi ekki kaupa matreiðslubók. Prestsfrúnni leizt vel Örninn var kominn aftur, og hafði nú komið auga á hann. Nú renndi hann sér niður að hreiðrinu til að gæta að ungum sínum. Drengurinn lyfti upp byssunni með ann- arri hendi og hleypti af. Það hvein í kúl- unni, er hún þaut í gegn um loftið. Það tók undir í klettunum. Örninn hækkaði aftur flugið. Hann hóf sig hærra og hærra, unz hann hvarf í fjarska. Þá reis drengurinn upp á hnén og skreið með systur sína eftir kletta- syllunni. Er hann hafði skriðið svolítinn spöl, reyndi hann að rísa á fætur. En fæturnir voru svo óstyrkir, að honum tókst það ekki. Hann skreið því áfram á fjórum fótum, þangað til að hann kom að hestinum. — Geturðu snúið þér við, sagði Jerry við hestinn. Hann reyndi, en það tókst ekki. Hann varð því að fikra sig niður eftir aftur á bak, þangað til syllan breikkaði það mikið, að hann gat snúið sér við. Jerry studdi sig við klettavegginn, er hann reis á fætur og settist á bak. Hann hélt á systur sinni í fanginu. — Svona, Sim, farðu nú heim, en farðu varlega. Niðri á sléttunni mætti hann föður sínum með hóp af nautasmölum með sér. Þeir komu á móti honum ríðandí á harðaspretti. — Guði sé lof, Jerry. Mamma þín var al- veg örvita af sorg. Jerry sleppti taumunum og rétti föður sín- um barnið. Síðan lokaði hann augunum. Handleggirnir féllu máttlausir niður. Hann féll í öngvit. á bókina og keypti strax eina. Sölumaðurion þakkaði og fór leiðar sinnar. Eftir dálitla stund kom presturinn niður 1 eldhús til konu sinnar til þess að afhenda henni gjöfina. Honum brá í brún, er hann sá, að hún var sjálf búin að kaupa bók, kallaði á vinnumanninn og bað hann um að fara á eftir sölumanninum og ná í hann. Þegar vinnumaðurinn náði sölumanninum, kvaðst hann ekki nenna að snúa við aftur. Hann sagðist vita, hvað presturinn vildi sér. Hann mundi ætla að kaupa af sér matreiðslu- bók. — Mundir þú nú ekki geta borgað hana fyrir prestinn, svo að ég þurfi ekki að snúa aftur. Vinnumaðurinn var fús til þess, borgaði bókina og sneri svo heim aftur. En þegar hann kom heim með þriðju bókina, hló prest- urinn. Jafn slunginn sölumann hafði hann aldrei hitt fyrr! ----•--- * Otrúleyar Atyur 1. Einu sinni fórust þrír menn með skipi. Eftir allmarga daga dó sá fyrsti og síðan dó annar, svo að loks var aðeins einn eftir. Hann lifði í marga daga og vonaðist eftir, að sér yrði bjargað. En þá hvessti á ný, og brotsjór færði hann í kaf. Hvað er ótrúlegt við þessa sögu? 2. Á stað nokkrum í Austur-Asíu fannst eitt sinn eldgömul mynt. Á henni stóð ártalið 263 f. Kr. Þetta er ótrúlegt. Hvers vegna? • 3. Tveir feður og tveir synir voru eitt sinn á ferðalagi. Nú ætluðu þeir að fá sér að borða og tóku upp nestið sitt. Einn þeirra tók upp þrjá bolla, þrjár skeiðar og þrjá nestispakka. Þá segir annar: Við höfum fengið of lítið með okkur. Nei, segja hinir, hér er nákvæmlega eitt á mann. Getur það verið rétt? • Svör á bls. 70.

x

Ljósberinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.