Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 5
[VAKAj
VILJINX ()(! VERKIÐ.
259
heima listarinnar og cg get öfundað hann af að hafa lif-
að þau. Hitt er annað mál, hvorl sú reynsla hans sker
lir um gildi kvæðanna.
Sannleikurinn er sá, að skáldlegur innblástur er ekki
eins fágætur og margur heldur. Annars væri fa'rra um
góða lesendur en dæmin sýna. í hvert sinn, sem maður
verður gagntekinn af listaverki, þarf hann að komast i
svijiað ástand og listamaðurinn, sem skapaði verkið.
Það verður enginn góður lesandi, án þess hann eigi í sér
eitthvað af innblæstri skáldsins. Það, sem greinir skáld-
in frá öðrum mönnum, er ekki einungis andagiftin, sem
þau kunna að eiga á hærra stigi en almennt gerist,
heldur viljinn og mátturinn til þess að láta hana i ljós
með þeim hætti, að aðrir menn verði snortnir af orðum
þeirra, að innblástur þeirra verði endurvakinn lijá les-
andanum.
Margur maðurinn er skáld, þó að hann yrki ekki:
Hugsaö gct eg um liimin og jörð,
cn livorugt smíðað,
af þvi mig vantar efniS i ]>að.
Blikum af fegurð og dásamlegri reynslu hregður l'yrir
hugskotssjónir þeirra, en þeir bera aldrei við að klæða
hana í húning og láta hana í ljós handa öðrum mönn-
um. Þeim finnst sá búningur, sem þcir hafa vald á,
ekki reynslu sinni fullkosta. Þeir vilja heldur eiga þessa
dýrmætustu eign sína óspjallaða af viðleitni til þess að
klæða hana i orð en láta skugga ófullkominna tilrauna
falla á hana. Mér er nær að halda, að í þessum flokki sé
til menn, sem njóta fegurðar innilegar en l'Iest skáld.
Skáldunum hættir við að truíla dýrustu reynslu sína í
miðjum klíðum með umhugsun um, hvernig þeir eigi að
finna henni hæfilegan og hrifandi búning.
Þá eru þeir menn, sem eiga hæði eitthvað af reynslu
skáldanna og viljann til þess að lýsa henni, en brestur
máttinn. Það eru smáskáldin og leirskáldin. Þeir skrifa og
skrifa, en al’ orðum þeirra hrökkva engir neistar, sem