Vaka - 01.12.1929, Síða 6
SIGURÐUR NORDAL:
[vaka]
260
kveikt geti í huga lesandans. Kvæðin fara inn um annað
eyrað og út um liitt, eins og hver annar hávaði. Stundum
gefa þeir jafnvel hugsunum sínum og tilfinningum svo
klaufalegan og smekklausan búning, að lesandanum
finnast hin skáldlegu verðmæti saurguð og svívirt og
verður gramur, en ekki gagntekinn. Samt er ekki loku
fyrir það skotið, að þessir stjúpsynir skáldgyðjunnar
geti verið listamenn i hjarta sínu. Um það getur enginn
vitað, nema þéir sjálfir og guð almáttugur. Það fer ekki
annara á milli. Þá brestur orðin til þess að korna ná-
unga sínum í skilning um það.
Eri hvernig stendur á því, að mennirnir sjá þetta ekki
sjálfir? Oft eru þeir alls ekki skyni skroppnir, þegar
]>eir dæma verk annara manna. Ætti ekki einmitt and-
stæðan milli hinnar dýrðlegu reynslu og hins fátæklega
verks að gera ]>á skarpskyggnari á lýtin en aðra lesend-
ur? Þar kemur nýtt atriði til sögunnar: tengsl minninga
og tilfinninga.
Flestum mun þykja sviðaiykt heldur vond, og eg get
heldur ekki sagt, að mér finnist hún beinlínis ilmsæt.
Samt er mér svo íarið, að eg get aldrei fundið lykt af
hrenndu horni eða sviðnu ullarklæði án þess eg komist
í einkennilega gott skap. Og eg veit vel, hvernig á því
stendur. Það var eitt vor, þegar eg var svolílill patti, að
verið var að brennimerkja geldféð heima, áður en því
var sleppt. Eg var að vappa þar í kring. Það var sólskin
og sunnanvindur, snjórinn var að renna í sundur á tún-
inu, ilminn lagði upp úr jörðinni og eg fann gróandann
í grasinu og sjálfum mér renna saman i dásamlegan
vorfögnuð eftir langan og snjóþungan vetur. I huga mín-
um tengdist þessi sælutilfinning við lyktina af horninu,
sem sauð undir brennimarkinu, og þessi tengsl hafa síð-
an aldrei slitnað. Hver einasti maður þekkir líklega eitt-
hvað svipað úr reynslu sinni, ef hann leitar vel, ýmist
þægilegt eða óþægilegt. En slík reynsla er fullkomið
einkamál. Þó að allir eigi sér sínar endurminningar um