Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 7
[vaka]
VILJINN OG VERKIÐ.
261
vorið, get eg ekki heimtað aí' neinum, að þær vakni upp
við iykt af sviðnu horni.
Eitthvað svipað er með léleg kvæði, þar sem höfund-
arnir hafa séð dýrð fegurðarinnar í huga sér, en hrostið
mátt til þess að lýsa henni með orðum. Þegar Jieir sjálf-
ir lesa sín eigin verlt, vekja þau, fyrir mátt hugartengls-
anna, hjá þeim endurminningu þeirra sælustunda, sem
andinn var yfir þeim. Þeir verða hril'nir af sínum eigin
orðuin, þó að þau sé ekki fyrir venjulegan lesanda ann-
að en hvumleitt gjálfur. Hvorugir skilja aðra. Af þess-
ari ástæðu er engin furða, þó að mörg skáld, og það
jafnvel stundum stórskáld, sé ekki óhlutdrægir dómar-
ar sinna eigin Ijóða, einkum meðan þau eru nýkveðin og
skammt að minnast, hvernig þau urðu til. Það þarf ekki
að vera af neinni hégómagirnd né eigingirni. Þeir lúta
sálarfræðis-lögmáli, sem þeir ráða ekki við.
III.
Hinir fáu útvöldu, góðskáldin og þjóðskáldin, eiga allt
í senn, andagiftina, viljann og máttinn. Reynsla þeirra
fylgir orðum þeirra, svo að þeir knýja hvern góðan les-
anda til þess að endurlifa hana, kynslóð eftir kynslóð,
öld eftir öld. Og samt reynist jafnvel þessum óskmögum
listarinnar, cf vel er að gáð, leiðin l'rá huga og hjarta til
handar og penna einatt furðu löng og krókótt. Verk
þeirra verða næsta misjöfn, og þeim tekst ekki allt af
hezt, þegar þeir stefna hæst. Einmitt skáldunum af guðs
náð mun oft finnast, ef þeir eru nægilega smekkvísir
og strangir dómarar, að það dýrðlegasta, sem fyrir þeim
hefur vakað, hali þeir aldrei getað sagt, svo að til hlítar
sé, og ókveðnu kvæðin sé jafnan fegurri cn hin kveðnu.
Þó að þeir virðist einvaldar í öllu víðlendi tungunnar,
rúmar hún ekki ýtrustu reynslu þeirra.
Á hinn hóginn er það ekki allt af víst, að góður skáld-
skapur sé runninn upp al' verulegum innhlæstri. Það her
ósjaldan við, að leiknin að fara með hugsanir, mál og