Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 8
262
SIGURÐUR NORIIAL:
[vaka]
háttu er ríkari en andagiftin. í bókmenntunum eru til
hagleiksmenn, sem geta gert næma lesendur miklu hrifn-
ari en þeir voru sjálfir, meðan þeir voru að yrkja.
Robert Browning hefur iýst því ógleymanlega í kvæði
sínu um Andrea del Sarto, sein kallaður var ,,hinn lýta-
lausi málari“, hvernig slíkum hagleiksmanni getur verið
innan brjósts, þegar hann hugsar um aðra listamenn:
,,Eg get gert með pensli mínum það, sem eg veit, það
sem eg sé, það sem eg óska eftir innst í hjarta minu, ef
eg þá nokkurn tíma óska eftir svo miklu, — gert ]>að
leikandi, þótt eg segi fullkomlega, er það ef til vill ekk-
ert skrum. Eg geri ]iað, sem marga dreymir um að
gera alla sína æfi, dreymir um, berjast við, kveljast við,
og geta ekki gert. — Og samt: verða ekki hinir síðustu
fyrstir? Það logar skærari guðsneisti í þeim en mér.
- Verlt þeirra falla til jarðar, en eg veit, að þeir
sjálfir hefjast oft upp lil liimna, sem mér eru lokaðir,
þó að þeir komi aftur og geti ekki sagt heiminum frá
þvi. Verk mín eru nær himninum, en ekki eg sjálfur. —
—■ Maðurinn ætti að seilast lengra en hann nær til, því
að til hvers væri annars himinn? — - Væri o:g tveir
menn, einhver hinna og eg sjálfur, þá skyldi höfuð okk-
ar hafa borið yi'ir allan heiminn!------Þarna er nú
mynd eftir þennan fræga ungling, Urbinate, sem dó fyrir
fimm árum.-------- Þessi handleggur er skakkt settur og
þarna er galli á teikningunni. Sálin er eins og hún á að
vera, en líkaminn ekki. Þvílíkur handleggur! Og eg gæti
lagað hann! En allur skilningurinn, andinn, markið - -
langt, langl fyrir utan og ofan mig!“*
Svo undarlegir eru vegir listarinnar. Svo erfitt er að
ráða gildi verks af því, sem fyrir listamanninum hefur
vakað. „Veslings, veslings viljinn góði“ getur verið þar
*) I'cssi lauslegu þýtSingarlirot eiga aðeins að gefa hugmynd
um efni Jiessa hluta kvæðisins, en alls ekki uni list þess og
orðsnillcJ.