Vaka - 01.12.1929, Page 9
I VAKA
VILJINN OG VERKIÐ.
263
jafnvanmáttugur og í siði'erðislífi manna, þar sem þeir
hreyta sumir verst, sem vildu bezt, en öðrum er fyrir-
hafnarlaust að lifa flekklausu lífi, þó að þeir hafi aldrei
lagt sjálfráða stund á það.
IV.
En mætti listamannsins eru eim fleiri takmörk sett en
þau, sem búa í sjálfs hans eðli. Umhverfið býr honum
skilyrði, sem fæstmn eða engum er kleift að gera sig ó-
háða af eigin ramleik. Áhrif þau og yrkisel'ni, sem lífið
hýður listamönnunum, geta verið svo fátækleg, að jafn-
vel afhurðakraftar fái aldrei að njóta sin til neinnar
hlítar. Og kveðskapartízka samtímans getur verið á svo
miklum villugötum, að skáldin l'inni aldrei reynslu sinni
hæfilegan húning. Það er ekki nema undantekningum
undantekninganna gefið að finna sér nýtt skáldskapar-
form uþp á eigin spýtur. í sögu bókmenntanná má
finna heil tímahil, sem hafa ekki skilið eftir neif’ full-
gill listaverk, af því að skáldin voru hneppt í fjötra list-
arslefnu, sem var annaðhvort hyrjandi fálm eða stirðn-
uð tizka. Það er engin ástæða til þess að halda, að menn
hafi ekki fæðzt með ríkar gáfur þá eins og endranær.
En þeir urðu á vettvangi listarinnar eins og hetjur með
deig og hitlaus vopn í höndum.
Það má minna á eitt átakanlegt dæmi þessa úr is-
lenzkri hókmenntasögu, eitt af mörgum. Bólu-Hjálmar
kemur heim í kot silt úr veizlu um kvöldtíma. Hann er
hreifur af víni og kvæðaskap. Hann verður að yrkja, en
er pappírslaus. Þá tekur hann það ráð að skrifa með
krit á þiljurnar í baðstofunni og hótar krökkum sínum
að drepa þau, ef þau þurki út einn staf. Hann lcttir ekki
l'yrr en öll haðstofan er útkrítuð og hefur þá ort heila
rímu í skorpunni. Hér er ekki um innblásturinn að vill-
ast. Þessi alþýðusögn um Hjálmar minnir á lýsingn
Goethe á sjálfum sér, þegar hann á yngri árum rauk
upp úr rúminu um miðjar nætur og rispaði heil kvæði