Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 10
2(i4
SIGURÐUR N'ORDAL:
[vaka]
á pappirinn, hvernig sem hann horiði við, og oft i svo
niiklum flýti, að torvelt var að lesa að morgni. Báðir
hafa verið gripnir af hinu sama, heilaga æði skáldanna.
En hver varð uppskeran af andagift Hjálmars í þetta
sinn? Sagan segir, að hann hafi þá ort 18. rímuna í
Göngu-Hrólfs rímum, og er það mjög sennilegt. I þeirri
rímu er víða geysilegt flug og hraði, enda hafa snmar
vísur úr henni orðið þjóðkunnar:
Fárleg vóru fjörbrot hans,
fold og sjórinn léku dans,
gæðasljór með glæpafans
Grimur fór til andskotans.
Hitti að hragði satan sinn,
sönn fram lagði skilríkin,
gióða í'lagða gramurinn
Grím ])á sagði velkominn.
Samt er ríman yfirleitt, jafnvel l)eztu vísurnar, fjarri
því að vera mikill eða góður skáldskapur. Efni hennar
og húningur er hvorttveggja ósamhoðið þeim innblæstri,
sem hún er runnin af. Hjálmar er að koma úr veizlu,
þar sem rímur hafa verið ltveðnar til skemmtunar, og
hann hefur sjálfur rímnaflokk i smíðum. Þetta ræður
farveginum, sem andagift hans leggst í. Rímnaformið
hafði alla daga reynzt skáldunum eins konar Prókrúst-
ess-hvíla, sem stefndi að því að gera alla jafna. Góð-
skáldin ná úr því sprettum í vísu og vísu, en lötra
venjulega í tjóðurbandi þess. En það leyfir smáskáld-
uin og leirskáldum að hylja fátækt sína, ef þeim er
gefin svolítil hagmælska, og þeir geta jafnvel slysast til
þess að gera eina og eina bærilega vísu innan um hnoð-
ið. Smekkvísin var smám saman komin niður fyrir all-
ar hellur, einkum í vali orðatiltækja og kenninga. Sain-
kvæmt kröfum þeim, sem umhverfi Hjálmars gerði til
rímnakveðskapar, hefur hann þótzt yrkja vel, er hann
kvað aðrar eins vísur og þessa: