Vaka - 01.12.1929, Page 11
[vaka]
VII-JINN 0(5 VERKIÐ.
2(15
Heljav óra einvigið
cspaði stóran járna klið,
skollvalds hóran skrykktist við,
skjálfa fór íneð blóðgan kvið.
En enginn nútímamaSur mun vera í efa um, að þetta er
slæmur kveðskapur, ]>ó að það sé sjálfsagt ekki lakasta
vísan í rímunni.
Annað eins dæmi og þetta sýnir vel það djúp, sem get-
ur verið staðfest milli hugsjónar og framkvæmdar, anda-
giftar og afreks. Það er val'asamt, hvort annar eins guð-
móður hefur verið á Hjálmari, þegar hann orti sum af
sínum beztu kvæðuni, t. d. vísurnar um Feig Fallanda-
son (Mér er orðið stirt um stef), sem hann kvað undir
einföldum þjóðlagshætti og páraði neðan við ættartölu-
brot. Hilt er líka sennilegast, að hann hafi sjálfur lil'að
og dáið í þeirri trú, að þessi ríina væri eitt af því allra
helzta, sem honum auðnaðist að kveða.
Mér l'innst eg nú geta dregið það, sem eg vildi hafa
sagt kunningja mínum, saman i stutt mál á þessa leið:
„Innblástur skáldsins sker ekki einn úr um gildi neins
verks. Hann er víðar á ferðinni en margur hyggur, en
hittir óvíða fyrir menn, sem geta fundið honum húning.
Mikil andagift getur orðið að lélegu kvæði, og hins veg-
ar geta sæmileg kvæði orðið til án nokkurs þess, sem
hægt er að nefna svo stóru nafni. En eitt hefur andagift-
in allt af í för með sér: hún gerir skáldinu eftir á erf-
iðara að dæma sitt eigið verk“.
Það kveður stundum við, að skáldin eigi að treysta
sínum eigin dómi um verk sín og engra annara. Og að
vísu er það satt, að það er hverju skáldi nauðsynlegt að
gera dómgreind sína eins næma og árvakra og kostur
er á, hclzt svo, að hún kjósi og hafni ósjálfrátt meðan
ort er og kunni síðan að skera sltynsamlega úr þvi,
hvað á að koma fyrir annara mann sjónir. Hjá sumum
skáldum getur dómgreindin orðið svo sterkur þáttur, að
þeir verða sjálfir ströngustu dómarar sinna eigin verka.