Vaka - 01.12.1929, Síða 14
2G8
SIGURÐUR NORDAL:
[vakaJ
verk eða meir. Til hvors tveggja getur þurt't jafnmikinn
undirbúning, jafnmikið vald á öllum tökum listarinnar.
Þó að í smáljóði komi ekki fyrir nema algeng orð og
einföld hugsun, veit enginn, hversu mikið vald á tung-
unni og hversu l'jölskrúðuga ímyndun þarf til þess að
hitta á einu réttu orðin og líkingarnar, sem stilla huga
lesandans til samrœmis við reynslu skáldsins.
1 þessu efni held eg, að skáldin gœti tært mikið af
dæmi annara listamanna. Málarar og myndhöggvarar
vita það vel, að þeir geta ekki orðið nema skussar, ef
þeir fá ekki l'ultt vald á leikni listar sinnar. Þeir brjót-
ast í að ganga árum saman á listaskóla, teikna og móta
eftir fyrirmyndum, sjá sem mest af góðum listaverkum.
Hljómlistarmenn æfa sig stundum saman á hverjum
degi til þess að halda við fingrafimi sinni og dýpka
skilning sinn. Er það svo miklu auðveldara að fara
með hugsun og tungu, þó að öllum sé málið gefið?
Hvað gera ungu skáldin? Lesa þau beztu rit heims-
bókmenntanna til þess að auðga ímyndun sina og
skerpa athugun sína? Sökkva þeir sér ofan í sálar-
fræði og listarfræði til þess að kynna sér gerð manns-
sálarinnar, hins eilífa viðfangsefnis skáldskaparins,
og lögmál listar sinnar, tíkt og myndhöggvarinn les
um ytri byggingu mannslíkamans engu miður en
læknir, málarinn nemur perspektivlræði, tónskáldið
samræmisfræði o. s. frv.? Berjast þeir við að þýða erlend
afbragðskvæði, til þess að reyna krafta við önnur slcáld
og el'Ia vald sitt á máli og kveðandi? Á því ber furðu
lítið. Það er Magnús Ásgeirsson einn af yngstu skáld-
unum, sein verulega hefur fengizt við þýðingar úr er-
lendum málum, en með því hefur hann bæði gert bók-
menntum vorum greiða og þroskazt sjálfur, svo að vænta
má, að hans eigin skáldskapur heri þess menjar síðar
meir.
Holger Drachmann segir einhversstaðar: