Vaka - 01.12.1929, Side 15
'[vaka]
VILJINN OG VERKIO.
269
Jcy er Uun et Instrument,
Mesteren paa mig spiller.
í þessu „að eins“ getur verið fólgin mikil auðmýkt.
Skáldið þakkar himinsendri andagiftinni allt, sem hann
hefur bezt gert, og líkir sér við hljóðfæri í snillings
höndum. En skáldin mega vara sig á, að þessi auðmýkt
snúist ekki í andvaraleysi og skeytingarleysi um eigin
þroska, ef ekkert þarf að gera nema halda að sér hönd-
um og bíða þess, að meistarinn liræri strengina, — eða
það oílæti, sem ber höfðinu við steininn og heldur því
fram, að kvæðin hljóti að vera góð, úr því þau sé inn-
blásin úr æðra heimi. „Það eru ekki allar syndir guði
að kenna“, segir máltækið, og ]>að á líka við um syndir
skáldanna. Vindurinn er sá sami, livort sem hann ýlir
ömurlega í dyragáttum eða ymur þýtt í stilltri vind-
hörpu. Það er ekki til neins að fá hinum mesta tón-
snillingi dfaggargan í hendur og heimta af honum, að
hann sýni list sina. Skáldin ern ekki „að eins“ hljóð-
færi. Þeir eru hljóðfæri, sem gædd eru viti og vilja,
geta vaxið og þroskazt, stillt sig og fullkomnað, bera á-
byrgð á sjálfum sér fyrir meistaranum og lesöndun-
um, guði og mönnunum.
Sigurður Nordal.