Vaka - 01.12.1929, Page 16
LYFJAYERZLUN Á ÍSLANDI.
Frumvarpi um ríkiseinkasölu á lyfjum hefir nýlega
verið vísað frá Alþingi.
Ef blöðin skýra rétt frá, er svo að sjá, sem flutnings-
mennirnir hafi ekki látið á því bera, að þeir hafi séð
annan galla á lyfjaverzluninni en þann einan, að lyfja-
verðið væri of hátt, og úr því hafi þeir viljað láta ríkis-
einkasöluna l>æta. Læknafélagið, sem málið hefir verið
borið undir, virðist hafa litið á jntð mjög á sama hátt,
en telur að lyfjaverðið megi lækka, að fyrirkomulaginu
óbreyttu, sennilega svo mikið, að almenningur megi vel
við una og án jæss að nokkur áhætta fylgi. Ef annað
hefir ekki legið fyrir Aljiingi, eru málsúrslitin eðlileg
og skiljanleg. Alþingi veit, að heibrigðisstjórnin hefir
lyfjaverðið í sinni hendi. Það felur henni að lækka
lyfjataxtann, sem hún mun vera meira en fús til. Og
allir eru ánægðir nema lyfsalarnir, sem j)ó munu
hugga sig við, að betri var hálfur skaði en allur.
En ég hygg, að málið sé öllu flóknara og allt fyrir-
kojnulag lyfjaverzlunarinnar miklu athugaverðara en
bæði flutningsmennirnir og Alþingi í heild sinni og
jafnvel læknafélagið virðist hafa áttað sig á. Tel ég,
að úrslitin, sem málið hefir fengið, séu svo vafasöm, að
þau séu að minnsta kosti ærið íhugunarefni. Verður
reynt að sýna fram á það í þessari grein.
Eg hygg, að um það geti enginn ágreiningur orðið, að
því aðeins sé lyfjaverzlun í góðu lagi, svo á íslandi
sem annars staðar,