Vaka - 01.12.1929, Síða 18
212
VILM. JÓNSSON:
[vaka]
ing fyrir því, að lyfin, sem þau l)jóða, séu svo full-
komin, vönduð og áreiðanleg í alla staði, sem fremst
verður á kosið, svo sem þekkingu manna í þessum efn-
um er nú varið. Hygg ég, að ekki sé ofmælt, að svo sc
um þau tvö lyfjafirmu, sem ég hefi lítillega kynnt mér
og fengið upplýsingar hjá, til þess að glöggva mig á
þessu máli, en það eru þau Parlce, Davis & Co. og
Burroughs Wellcome & Co. Er aðalheimili hins l'yr-
nefnda í Bandaríkjunum, en hins síðarnefnda i Eng-
landi. Parke, Davis & Co. hafa þó einnig mikla lyfja-
verksmiðju í Englandi og bæði firmun hafa útibú í öll-
um heimsálfum auk fjölda vöruhúsa og umboðsmanna
í flestum löndum.
Þegar einstakir lyfsalar eru bornir saman við full-
komnar lyfjaverksmiðjur, verður svipað uppi á ten-
ingnum og þegar einstakir gamaldags handiðnamenn
eru hornar saman við stórverksmiðjur þær, sem vinna
störf þeirra. Eins og menn vita, er sá samanburður
handiðnamönnunum erfiður, enda útrýma verksmiðj-
urnar iðnaði þeirra unnvörpum, hvar sem þær ná til,
og þýðir ekki á móti að strita. Og þó verður saman-
hurðurinn jafn vel enn siður lyfsölunum í vil heldur
en handiðnamönnunum mörgum hverjum, því að ýmsir
þeir munir, sem menn eiga handa sjálfum sér eða öðr-
um til að horfa á og handleika, kjósa þeir heldur að
séu handgerðir en unnir í verksmiðjum og vilja jafn
vel gefa mikið fé í milli. Við slíka muni þykir það kost-
tir, að þeir séu hver öðrum ólíkir, þó að af sömu teg-
und séu, beri vitni hagleik þeirrar handar, sem um
hefir fjallað og spegli persónuleik meistarans. Þetta
nær ekki til lyfjanna. Al' þeim, hygg ég, að menn heimti
framar öllu öðru þau fimm atriði, sem talin voru upp
hér að framan; hirði ahlrei að það sjáist, hver á þeim
hefir snert og kjósi helzt, að þau séu sem allra ininnst
handl'jölluð.
Yfirburða stóriðnaðarins í þessari grein fram yfir