Vaka - 01.12.1929, Page 23
! VAKA
LYFJAVERZLUN Á ÍSLANDI.
277
afhenda hin fullkoranustu lyf, gallalausl samsett, um-
lniin og áletruð af hinuin vönduðustu verksmiðjum.
En á því er þó svo mikill munur og yfirsjónin væri þá
svo stórkostleg, að ég skil ekki, að nokkur enskur dóm-
ari fyndi sig knúðan íil að afsaka hana.
f fljótu bragði mætti ólærðum virðast, að gamla að-
ferðin, að selja sainan lyfin eftir læknisfyrirsögn jafn-
óðum og á þeim þarf að halda og eftir að læknirinn
hefir séð það sjúkdómstilfelli, sem lyfin eiga að gefast
við, hafi þann kost fram yfir verksmiðjuiðnaðinn, að
læknirinn eigi þá frekar kost á að hnitmiða lyfjasam-
setninguna eftir því, sem á við þann sérstaka sjúkling
og ]>að sérstaka sjúkdómstilfelli. Allir læknar vita, að
slik hnitmiðuð samsetning á sér engan stað. Læknar nú
á tímum hal’a hvergi nærri þá trú á gildi lyfja til lækn-
inga og áður var almenn. Flestir, og ekki sizt hinir
lærðustú þeirra, telja sig ekki þurfa að nota neina fáar
tegundir og Iítt eða ekki samsett lyf og líta þeir al-
mennt á miklar og margvíslegar lyfjagjafir og langar og
flóknar lyfjaforskriftir með meðaumkvun eða fyrirlitn-
ingu. Þegar komið er á lyflæknisdeildir hinna beztu er-
lendu sjúkrahúsa, sem eru í höndum þekktra vísinda-
manna og hinna fullkomnustu lækna, er fátt eftirtekt-
arverðara en það, hve lítið er þar um lyfjagjafir og sár-
fáar og einfaldar forskriftir notaðar. Almennum praktí-
serandi læknum hættir við að vera ógætnari í þessum
sökum, og fá þeir stundum verðskuldað ámæli fyrir.
Þannig hefir heilbrigðisstjórninni brezku, hvað eftir
annað og síðast nú í vetur, þótt ástæða til, aðallega
vegna sjúkratrygginganna að veita læknum harðar
opinberar átölur fyrir lyfjaausturinn og heimskulega
oftrú þeirra á gildi lyfja til lækninga.
En þó að Jiessu sé sleppt og tekið fullt tillit til hinna
frekustu krafa um fjölbreytt og margvíslega samsett
læknislyf í allskonár skömmtum, er kostur á svo fjöl-
breýttu úrvali af tilhúnum lyfjuin frá hinuin heztu