Vaka - 01.12.1929, Síða 25
yaka]
LYFJAVERZLUN A ISLANDI.
279
•arnir, sem, hvað sem niðurlægingunni líður, er auð-
velt með sömu aðstöðu að græða meira á því að selja
verksmiðjulyfin en að setja saman tilsvarandi lyf sjálf-
ir, heldur við læknarnir, sem lærum ungir, kynslóð eftir
kynslóð, sömu ára- og aldagömlu lyfjaforskriftirnar
með ofmikilli fyrirhöfn til þess, að við séum fliótir lil
að leggja þær fyrir óðal og læra aðrar nýjar. Að lyfja-
verksmiðjurnar skuli, þrátt fyrir þetta allt, auðsjáan-
lega eiga sigurinn vísan í samkeppninni, sýnir ef til vill
hezt af öllu hina stórkostlegu yfirburði þeirra.
Þar sem hið gamla lyfjagerðar- og lyfjasölufyrir-
komulag er í algleymingi á íslandi, lögverndað og í föst-
um skorðum, og allt lyfjaverð miðað við það, er auðgerl
að lesa út úr hugleiðingum mínum hér að framan al-
mennt svar mitt við þeirri spurningu, sem ég bar upp
um ástand lyfjaverzlunarinnar. En ég hið lesandann að
gæta vel að því, að það svar er a ð e i n s almennt svar,
og á engan hátl miðað við sérstakar ástæður á íslandi.
Lyfjabúðir, þó að af hinum gamla skóla séu, eru auð-
vitað mjög misjafnar, svo að hinar fremstu og hinar
siztu þeirra eiga lítið saman nema nafnið. Hinar stærstu
og fullkomnustu lyfjabúðir, sem ég hefi séð erlendis,
eru raunar miklu líkari verksmiðjum en venjulegum
lyfjabúðum, svo stórar eru þær og vel útbúnar að á-
höldum og mannafla. Og því stærri og fullkomnari sem
þær eru, því nær geta þær komizt því að keppa í ýmsu
við hinar eiginlegu lyfjaverlcsmiðjur, þó að það liggi í
sjálfum eðlismun fyrirkomulagsins, að þær geti í fæstu
staðið sig til móts við hinar fullkomnustu þeirra. En
um aðrar en hinar fullkomnustu lyfjaverksmiðjur ræði
ég ekki í þessari grein. Hitt liggur í augum uppi, að því
smærri og ófullkomnari sem lyfjabúðirnar eru, því ver
hljóta þær að þola hér nokkurn samanburð.
Xú hj'gg ég, að ég geri enguin rangt til, þó að ég