Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 26
280
VILM. JÓNSSON:
[ VAKA j
haldi því fram, að fæstar lyfjabúðir á íslandi geii talizt
framarlega í röð lyfjahúða, hvorki að útbúnaði né
mannafla. Að minnsta kosti eru flestar lyfjabúðiv utan
Reykjavíkur mjög af vanefnum gerðar. Oftast hafa þær
á að skipa að eins einum manni með lyfjaþekkingu,
sjálfum lyfsalanum, sem síðan verður að bjargast við
misjafna og oft alóvana aðstoðarmenn, sem mikið getur
þó reynt á, að minnsta kosli þegar lyfsalinn er fjarver-
andi, sem oft kann við að bera. Þá eykur það ekki gildi
lyfjabúðanna á Islandi, að mikill hluti þeirra er í hönd-
um útlendinga, sem gengur Jiæði seint og illa að skilja
inælt mál almennings, enn erfiðlegar að gera sjálfa sig
skiljanlega og hljóta yfirleitt að líla á sig sem útlaga
og nýlendumenn. En slíku fólki hættir við að hafa það
aðalmarkmið að græða fé á sem stytztum tíma og flytja
það heim í sitt föðurland. Þá má efast um, hver sið-
bætandi áhrif það hefir haft á Ivfjabúðirnar, að þær
hafa nú á annan tug ára verið aðal brennivínsbúðir
landsins og haft af því þann gróða, að búast má við, að
þær hafi vanizt á að líta á sjálft lyfjaverzlunarstarfið
sem hjáverlc, er tiltölulega lítil rækt væri leggjandi við.
Loks verður því ekki gleyrnt, að fleiri en einn af þess-
ari fámennu stétt eru dæmdir lögbrotamenn í starfi
sínu, sem sýnir Ijóslega, að hún stendur engan veginn á
svo föstum fótum siðferðilega, að meðlimir hennar geti
ekki auðveldlega fallið um þær freistingar, sem öðrum
mennskum mönnum hættir við að hnjóta um.
Er þetta síðast talda einkum atliugavert, þar sem ís-
lenzkum lyfsölum er sýnt það traust, að heilagir menn
einir eru þess fyllilega maklegir. Þeir flytja inn og selja
þá vöru, sem er hvorl tveggja í senn, hin nauðsynleg-
asta og al-hættulegasta, sem hugsazt getur, þar sem
landsmenn eiga á ýmsan hátt beinlínis líf sitt undir því,
að ýtrustu ráðvendni sé gætt í innkaupum og allri með-
ferð. Freistingarnar vantar ekki. Ástandið er svo á hin-
um erlenda lyfjamarkaði, að fróðustu menn hafa sagt