Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 29
Lvaka]
LYFJAVERZLUN Á ÍSLANDI.
283
tryggingu en kunnáttu og ráðvendni þeirra sjálfra, sem
aldrei má skeika, hvað seni hagsmunum sjálfra þeirra
líður. Eftirlit þurfa þeir lítið að óttast, þar sem ríkið á
enga lyfjarannsóknarstofnun til að vaka yfir þeim, en
allt annað svo kallað eftirlit með lyfjabúðum er hégóm-
inn einber og að mestu nafnið eitt.
En jafnvel þó að gert væri ráð fyrir því, að lyfjabúð-
irnar á íslandi væru í hinu bezta lagi og lyfsalarnir
heilagir menn, ná þær ekki til nema aðeins 10 af 48
læknishéruðum og tæplega helmings allra landsmanna.
38 héraðslæknar annast lyfsalastörfin fyrir hinn helin-
inginn, og svo ófullkomnar sem sumar lyfjabúðirnar
kunna að vera, tekur hér út yfir. Þó að læknarnir fái
að vísu sum lyf sín fullgerð eða hálfgerð úr lyfjabúð-
unum, verður því ekki við komið um meiri hluta
þeirra, svo sem fyrirkomulaginu er nú háttað. Lækn-
arnir verða því að setja saman og búa til fjölda lyfja,
öll lyf verða þeir að hluta í sundur og búa uin til af-
greiðslu og vinna hin margvíslegustu lyfsalastörf eða
láta þau ógerð, sjúklingum sínum oftlega til mikils
bága. Því að sannleikurinn er sá, að læknarnir fá eng-
an undii’búning, sem heitið getur, undir þessi störf, og
kunna þess vegna sáralítið og ekkert til margra þeirra.
Aðstaða þeirra er og öll hin erfiðasta. Fæstir þeirra
hafa yfir miklum húsakynnum að ráða og í hæsta lagi,
að þeir geti séð af herbergiskytru til lyfjageymslunnar
og lyfsölustarfanna. Eins oft verða þeir að láta sér
nægja stofuhorn eða jafnvel skáp. Þar er lyfjunum
hrúgað saman, eitruðum og óeitruðum, oft í lélegum
ilátum og illa sundurgreindum. Öll áhöld eru svo ófull-
komin, að við minna verður ekki bjargazt. Þegar lækn-
arnir koma heim úr ferðum sínum, oft eftir næturvök-
ur, vos og erfiði, verða þeir að taka til lyfsölustarfanna.
Þykir mörgum læknum það erfiðasta og ömurlegasta
verkið af öllum þeirra þreytandi störfum. Er ekki til-
tökumál, að oft er fremur ósnyrtilega frá þessuin lyfj-