Vaka - 01.12.1929, Síða 30
284
VILM. JÓNSSON:
[vaka]
iini læknanna gengið. Hins vegar er það þeim til lofs, en
fyrirkomulaginu þakkalaust, að þeir skuli ekki iðulega
verða valdir að slysum með þessum störfum sinum, svo
sein allt er í pottinn búið Eg veit ekki, hvaða sögu aðrir
læknar hafa að segja, en ég verð að játa, að þetta eina
ár, sem ég afgreiddi lyf til sjúklinga minna, Já einu
sinni svo nærri slysi af misgripum mínum, að ég gleymi
því ekki á meðan ég lifi, þó að það væri raunar mjög
eðlilegt og jafnvel afsakanlegt, eins og á stóð.
Þetta fyrirkomulag á lyfjasölunni og það form, sem
þessi gamaldagslyf eru gefin í, er því ver viðeigandi,
því stirðari sem samgöngurnar eru og erfiðara að ná lil
læknanna. Á íslandi þarf, eins og kunnugt er, víða að
vitja læknis langar leiðir yfir sjó eða fjöll og firnindi,
Jiegar hezt láetur sjóveg eða á hestbaki, annars fótgang-
andi yfir vegleysur og i ól'ærð. Þegar læknirinn hefir
brotizt til sjúklingsins, sem hans hefir verið vitjað til,
þarf hann sem fyrst að komast heim aftur til að setja
saman lyfin, er hann telur við eiga, og síðan þarf að
koma þeim lil sjúklingsins, hvað sem það kostar og
hvernig sem veðri og færð er háttað. Oft kemur það
fyrir á ferðum læknanna, að þeirra er vitjað frá sjúk-
lingi til sjúklings, ýinsar krókaleiðir, og skiftir stundum
sólarhringum, að þeir komist heim aftur. Geta fyrstu
sjúklingarnir þá þurft að bíða ærið lengi eftir lyfjunum.
Þá eru flutningarnir á þessum gamaldagslyfjum allt
annað en þægilegir. Hnakktöskur eru fylltar af pela- og
hálfsannarspelaglösum eða þaðan af stærri ilátum með
mixtúrum, vötnum og seyðum. Er þessi varningur
þungur að hera, frýs í frostum, og erl'itt að verja hann
hroti, eltki sízt ef á að reiða hann á hestum. Verða
þetta allt hálfafkáralegar aðfarir, jiegar hugleitt er, að
völ er á úrvalslyfjum, svo litlUin fyrirferðar og ]iægi-
legum í meðförum, að auðgert er fyrir lækna i hvert
skifti, sem þeirra er vitjað til sjúklings, að fá þær upp-
lýsingar, að þeir geti tekið í vasa sína öll þau lyf, sem