Vaka - 01.12.1929, Side 32
286
VILM. JÓNSSON:
[VAKAj
að til fyrir tiltölulega fáum árum voru lyfjalmðirnar í
landinu einar fjórar, og voru allar sæmilega örugg fyr-
irtæki, sem gera mátti ráð fyrir, að efnismönnum væri
keppikefli að eignast og reka. Á síðari árum hefir þeim
verið fjölgað mjög ört og hafa, að því er virðist, verið
settar víðar en svo, að þær geti allar, og ef til vill fæst-
ar, verið fjárhagslega tryggar með ráðvöndu mót.i. Eru
þess jafnvel þegar farin að sjást nokkur merki. Má
fullyrða um sumar, að þær hljóta alltaf að verða sult-
arholur, nema þær nái að halda sér uppi á misjafnlega
heiðarlegri brennivínssölu eða öðrum óknyttum. ()g er
óhugsanlegt að í slíkar vandræðastöður veljist til lengd-
ar aðrir lyfjafræðingar en þeir, sem lítils eiga úrkostis
eða láta sér eklci allt fyrir brjósti brenna. Verður ekki
séð, hvar stjórnin ætlar að nema staðar með fiölgun
lyfjabúða, er luin nú á síðasta ári fjölgar þeim um
helming í Reykjavík, algerlega að þarflausu og til þess
eins að koma þar á harðvítugri og hættulegri sam-
keppni, sem sízt skyldi. Ofan á þettá bætist svo sú á-
kvörðun þingsins, að fela stjórninni að kreppa enn
frekar að lyfsölunum með því að lækka lyfjataxtann,
sem hingað til mun ekki hafa gengið hættulega nærri
þeim. Er augljóst, hvert þetta stefnir. í slað fárra lyf-
sala, liltölulega valinna manna í fjárhagslega trvggum
stöðum, sem höfðu góð ráð á að vanda vöru sina og
verk og hafa þrátt fyrir allt eflaust gert það eins og
hægt var að ætlast til eftir öllum atvikum, erum við nú
að fá marga lyfsala, suina að minnsta kosti óvalda, sem
eftirlitslaust eiga að berjast harðvítugri samkeppnis-
baráttú, jafnvel fyrir lífi sínu, um að flytja inn og selja
landsfólkinu þá vörutegund, sem mestu varðar um, að
sé ráðvandlega valin og meðfarin. Leiði þetta ekki út í
beinan voða, þá er j)að að minnsta kosti ekki að þakka
þeim, sem fyrir þessu ráða. Og ætla ég nú að lesand-
anum sé ljóst, hvert íhugunarefni j)að er, með hverjum