Vaka - 01.12.1929, Page 37
VAKA
LYFJAVERZLUN Á ÍSLANDI.
291
víðsvegar um landið. Þeir héldu því fram, að slik inn-
anlands heildsala gœti látið sér n;egja miklu ódýrari
umhúðir, er hún vissi í hverju tilfelli hvert lyfin œttu
að fara, hvernig með þau yrði farið og hve lengi þau
ættu að geymasl, heldur en verksmiðjurnar, scm yrðu
að vera við öllu húnar i því efni. Sögðu þeir, að þetta
fyrirkomulag væri haft hvarvetna í nýlenduni Breta,
sem margar notuðu að kalla eingöngu tilbúin verk-
smiðjulyf. Þar væri það siður, að eitt lyfjaforðabúr lit-
byggi lyfin og deildi þeim út, tilbúnum til notkunar
milli lækna og trúboðsstöðva í sínu umdæmi.
Þó að ég hafi nú sýnt fram á, liver munur er á verði
tilbúinna verksmiðjulyfja og núverandi lyfjaverði á ís-
landi og leilt likur að því, að hann gæti orðið enn meiri
en hér er sýnt, má engan veginn skilja Jiað svo, að ég
telji lyfjabúðaverðið að sama skapi ósanngjarnt til
handa lyfsölunum, svo sem fyfirkomulag lyfjaverzlun-
arinnar er. Eg tel, þvert á móti, að mjög varlega þurfi
að fara í að lækka lyfjaverðið til nokkurra muna, að
fyrirkomulaginu óbreyttu, og hefi áður bent á, hver
hætta getur af því stafað. Lyfjabúðaverðið er alls e'kki
eins törtryggilega hátt og mörgum kann að sýnast. Það
Jiarf engan að undra, þó að sú framleiðsla sé dýr, að
láta lærða og dýra menn halda vörð nótt og dag víðs-
vegar um landið, við því búna að geta sett saman og
búið til hin vandasömustu lyf, hvort sem nokkur kallar
eftir þeim eða ekki. Er ekki við því að búast, að unnt
sé að keppa við verksmiðjurnar með slíkum vinnu-
brögðum, og sízt í hinum minni lyfjabúðum. Hefir ný-
lega verið skrifað mjög ófróðlega um þetta efni. Það er
iítil sanngirni og enn minni skynsemi í að segja t. d.
frá því, hvert innkaupsverð sé á 1 kgm. af aspiríni,
geta svo um, hvað aspirinskammtur, sem vegur % grm.,
kosti í lyfjabúðunum og reikna siðan út eftir því, hve