Vaka - 01.12.1929, Side 39
[vaka]
LYFJAVERZLUN Á ÍSLANDI.
2í):(
inga og felur henni að seniju skrá yfir öll þau lyf, sam-
sett og ósamsett, í hæfilega breytilegum skömmtum og
fullbúin til notkunar, sem talið er nauðsynlegt að séu
tiltækileg læknum á Íslandi. Skal þess gætt, að lyfin séu
sem vísindalegust að allri gerð og samsetningu og i því
formi, að sem minnst fari fyrir þeim, í tölum og berjum
að svo miklu leyti sem unnt er, en fljótandi lyfin í
hæfilega stórum glösum og smyrslin í tinbelgjum eða
haukum, og gert ráð fyrir, að flest eða öll megi fá full-
gerð úr verksmiðjum, umbúin, áletruð og tilbúin til að
afhendast sjúklingunum.
Lyfjaheildsala í Reykjavík hafi einkarétt á að flytja
lyf og Iyfjael'ni inn í landið. Lyfin kaupir hún frá við-
urkenndum verksmiðjum, ýmist í smáílátum, hæfilegum
lil afhendingar eða, þegar hún álítur tilvinnandi, í
stærri skömmtum, sem hún deilir i sundur og býr um i
hendur smásölunum. Limir hún eða innsiglar merki
sitt á hvern höggul og letrar smásöluverðið á. Vitanlega
er ekkert því til fyrirstöðu, að þessi stofnun húi til eða
blandi þau lyf, sem hún kann að geta keppt við verk-
smiðjurnar um að gera á jafn ódýran hátt og komi
þannig smátt og smátt upp vísi lil innlendrar lyfja-
verksmiðju. Væri vel, ef að því væri unnt að lieppa.
Ættum við t. d. með tímanum að geta komizt upp á að
gera úrvalslyf úr okkar ágæta þorskalýsi og selja það
síðan kryddað og ókryddað mcð vísindalega ákvörðuð-
um og metnum bætiefnum út um allan heim. Til heild-
sölunnar eiga og læknar að geta leitað, ef það kemur
fyrir, að þeir telja sig þurfa einhverja lyfjasamsetn-
ingu, sem ekki er á hinni opinheru lyfjaskrá og of sein-
legt eða masmikið þykir að fá hana tilbúna frá út-
löndum.
í sambandi við lyfjaheildsöluna skal vera lyfjarann-
sóknarstofa og hinn hæfasti maður fenginn til að veita
henni forstiiðu. Hefir hann vísindalegt eftirlit mcð