Vaka - 01.12.1929, Síða 41
I VAKA
LYFJAVERZLUN Á ÍSLANDI.
295
Ég l)ýst við, að læknarnir, tinkuin þeir, sem sjálfir
hafa Jyfjasölu á hendi, mundu kunna vel þessu fyrir-
komulagi, enda yrði ólíku saman að jafna, hve lyfsalan
yrði þeim auðveldari ineð þessu móti. Hinu get ég trú-
að, að lyfsalarnir teldu nærri sér höggvið. Væru þessi
ráð upp tekin, mundu störf þeirra verða miklu um-
fangsminni en áður og varla fyrir svo lærða menn, sem
nú eru taldir sjálfsagðir til lyfsölustarfa. Á öllum hin-
um smærri stöðum á íslandi niætti leggja lyfjabúðirnar
niður og fá læknunum aftur í hendur lyfsöluna. Eg
ætla, að ekki yrði þörf á sérstökum lyfsölum nema i
allra stærstu héruðunum og nóg að hafa eina eða i
hæsta lagi tvær lyfjabúðir i Reýkjavík. Fulllærðir lyfja-
fræðingar þyrftu hvergi að vera nema við heildsöluna.
Aðra lyfsala væri hægt að mennta nægilega við störf
þar og- stutt námskeið að auki.
Nú mun einhverjum detta í hug, að eftirsjón sé að
þessari vinnu út úr landinu, en þar til er því að svara,
að lyfjagerðin er nú að miklu leyti í höndum útlend-
inga, svo að litlu er að tapa. Kæmi það sér miklu frem-
ur vel að geta smátt og smátt skilað dönsku lyfsölun-
uin heim aftur, því að hvergi er síður viðeigandi að
hafa útlenda starfsmenn en einmitt í þessari grein.
Hvarvetna þar sem svipaðum endurhótum á Jyfsöl-
unni hefir verið hreyft erlendis, hafa lyfsalarnir risið
öndverðir á móti, en eftir því sem ég veit bezt, hefir
annars flokkadráttar litið sem ekkert gætt. Nýlega hefir
nefnd, sem setið hefir á rökstólum í Noregi, skilað
áliti sínu um fyrirkomulag lyfjaverzlunarinnar þar.
Leggur meiri hlutinn til, og í honum eru menn af öll-
um flokkum, að ríkið taki að sér allan lyfjainnflutn-
inginn. Minni hlutinn, sein engu vill breyta, eru lyf-
salarnir 1 nefndinni. Þekktir íhaldsmenn í Noregi hafa
barizt fyrir fullkominni þjóðnýtingu á allri lyfjagerð og
lyfsölu.