Vaka - 01.12.1929, Síða 44
298
ÓLAFL'H MARTKINSSON:
[vaka]
að kveðja þann framliðna, því að ég þóttist viss am, að
enginn, sem þarna var, hefir efazt um, að nú væri þessi
heittelskaði vinur og sorgumþjáði krossberi kominn
eitthvað annað. Ég bjóst við, að sumir, — og ég leit
framan i þá um leið - þeir væru nú að hugsa um þenn-
an stað, sem hann væri nú kannske kominn í, og hvort
það mundi nú verða eins hjá sér; og mér fannst á sum-
um, að þeir hefðu fastar og ákveðnar hugmyndir um
þennan stað og hefðu geymt hann einhvernveginn frá
því þeir voru í síðustu jarðarför, en aðrir lengur. Flest-
um fannst hann víst hálfpartinn kominn i burtu og hálf-
partinn þarna inni. Menn trúa því ekki, að persónan
leysist í sundur, þegar hún er orðin verkfæralaus. Ég
gat ekki leyst úr þessu fyrir sjálfan mig og nennti ekki
að vera að brjóta heilann neitt mikið um það, en mér
þótti allur þessi hugsunarháttur ósköp skrítinn. Ég
minntist þess, hvað sálin í mér hagar sér mikið eftir
líkamlegum tilbreytingum. Hún ér eitt á morgnana, ann-
að á kvöldin, og á næturnar veit ég svo sem ekkert mn
hana; og ef ég verð druklcinn, kemur fram gjörólikur
maður, eða menn, og stundum hefi ég ekki nokkra hug-
mynd um, hvað þeir hafa sýslað, meðan þeir skröltu í
skálatóttunum, nema þá ef vera skyldi einhverjar bölv-
aðar vitleysur, sem allir mínir hversdagsmenn eru sár-
lega mótfallnir, kannske í marga daga á eftir. Svo íor ég
að hugsa um, hver af þesum herrum mundi nú verða
drýgstur hjá mér hinum megin, hvort það yrði miðlað
málum milli þeirra á sama hátt og hér, svo að ég yrði
lýðveldi með tíðum stjórnarskiptum og samábyrgð, eða
hvort það yrði sovjetstjórn, svo að þeir allra hversdags-
legustu fengju að ráða, — og það fannst mér helzt til
nöturleg tilhugsun um himnaríki. Eða skyldu ekki sál-
irnar vera eins og vötnin, sem renna í ýmsum farveg-
um til sævarins og laga sig eftir farvegum sínum. Þau
eru fossar í gljúfrum og lygnir straumar á jafnsléttu,
eða kyrlátar og mildar tjarnir. Margir straumar breyta