Vaka - 01.12.1929, Síða 51
[ VAKA
JARÐARFORIN.
305
lifa hér þreytt, aðgerðarlaust og bágstatt, hugsaði ég. En
svo minntist cg þess, að þetta gat nú naumast átt við
þessar konur, sein ég sá, því að mér sýndist ekki betur
en að það væri sæmilegur töggur í þeim ennþá, svo að
ekki væri vonlaust, að þær gætu enzt í svo sem 20—30
ár með góðri meði'erð. Auðvitað voru þær farnar nokk-
uð að reskjast, og ég láði þeim svo sem ekkcrt, þótt
þær gripu svona tækifæri til þess að kynna sér það, sem
helzt er sagt yfir beinum látinna manna. Það er hvort
sem er alls ekki víst, að menn heyri neitt lil prestsins
eftir dauðann. Hver veit nema maður sé alkominn, ein-
hvern veginn á undan sér, út á allt annað tilverustig?
Mér finnst heldur ekki ástæðulaust, að suma sé farið að
lengja eftir langhátíðlegasta augnabliki ævinnar, Jiessu
smiðshöggi, sem nienn reka á góðverk sín og mikilleik:
að deyja og verða jarðarlararefni, kannske handa fjölda
manna, og kannske láta marga gráta án Jiess að móðga
]iá nokkurn hlut. Hví skyldi maður ekki liorfa á, hvern-
ig hinir gera þetta, fyrst ekki er hægt að vera ahnenni-
lega við hjá sjálfum sér eða hafa nokkurt verulegt gagn
af hrifningu fólksins, engan inngangseyri, engar ham-
ingjuóskir út af glæsilegum árangri og enga lofsainlega
krítik í blöðum? Og svo eru jarðarfarir harmleikur, ekki
síður en það, sem Jieir eru að sýna í leikhúsinu; og hér
er sá stóri munur, að allir fá að leika með, og verður
því betra sem fleiri leika. Og svo kostar þetta hreint
ekkert. Konur fara oft á merkilegar skemmtanir af því
einu, að þeim er boðið, og kaupa oft ódýra muni á út-
sölum, af Jiví að þeir eru ódýrir.
Ég sá ýmsa, sem mættu líkfylgdinni og ekki slógust í
förina. Þeir tóku allir ofan, og mér liótti Jiað fallegt af
þeim. Ég skipti þeim í tvo flokka, J)ó að J)að sé nú varla
hægt að deila þeim með tveiinur. í öðrum flokknum
voru menn, sem virtust hafa inikið að gera. Þeir stönz-
uðu allir álíka lengi, svo sem meðan við fórum hest-
lengd og vagnlengd, nema einn; hann stanzaði styttra.
20