Vaka - 01.12.1929, Síða 54
308
ÓLAFUJi MARTEIXSSON:
[vaka]
en þá fór ég að hugsa um, hvort ekki mundi mi verða
i'allegra að standa og horfa á hina sitja, heldur en að
sitja og horfa á hina standa. En ég var orðinn svo ó-
sköp þreyttur, svo að ég tróð mér að lokum inn í einn
hálftóman bekk og settist þar innst við vegg, í þeirri
von, að einhver geðslegur maður settist við hliðina á
mér. Sú von hefir víst brugðizt, því að ég er búinn að
gleyma þeim, sem sat þar. Eg held nú samt, að mér sé
óhætt að i'ara með, að það hafi verið kerling. Aftur á
inóti man ég eftir ágætum mönnum, sem sátu á þriðja
og fjórða bekk fyrir innan mig. Það voru þingmenn og
hásltólakennarar og annað stórmenni. Eg hef talað við
suma þeirra og er viss um, að þeir eru greindir menn.
Mér þótti reyndar ol'viða fyrir mig að sitja við hliðina
á slíkum mönnum framan í svona mörgum, og við þetta
tækifæri. En svo gat vel verið, að einhvern þeirra lang-
aði til að hafa dálítið af óstimpluðu keti við liliðina á
sér núna; því að nú átti að fellá niður manngreinarálit-
ið, frainmi fyrir altari guðs. Ég sá þarna mann, sem stóð
svona á að gizka mitt á milli mín og meðal-höfðingja að
mannvirðingum. Mér hefði þótt hælilegt að sitja hjá
honum, og jió hefði þá mátt vera lítið varið í þann, sem
sal hinum megin við mig.
í bekknum fyrir framan mig lá sálmurinn um dauð-
ans óvissan tíma. Eg hafði aldrei lært meira af honum
en fyrsta og síðasta versið, svo að ég hugsaði, að þarna
væri jiá loksins komið verkefnið handa mér, að kynna
mér nú rækilega þennan sálm. Eg las hann tvisvar, þar
til byrjað var að syngja. Eg hef ekkert vit á söng, en í
þetla skifti þótti mér mætavel sungið, og ég efaðist ekki
um, að nú væri kirkjan helgur staður. Tónarnir frá org-
elinu, sálmurinn og sorgin i kringum mig fylltu hana
heilögum anda. lág litaðist um. Margir hærðu varirnar
og virtust syngja í huganum, en aðrir sungu hát.t. Ein-
stöku menn sálu alveg kaldir og rólegir. Þeir spilltu
heildinni, líkt og línan, sem ég hef strikað yfir hérna á