Vaka - 01.12.1929, Side 56
310
ÓLAFUR MARTEINSSON:
[vaka]
svona vel og látið þá yrkja fallega sálma. Og ég and-
varpaði þessari bæn út til þess, sem skapar eðli og for-
lög mannanna: „Guð minn. Gefðu mér sorg, og gefðu mér
kraft til þess að breyta henni í gleði og huggun handa
lítilsigldum bræðrum mínum“. En ekki veit ég, hvort
þetta hefir verið til nokkurs hlutar.
Eg tók lítið eftir ræðunni prestsins, og það af henni,
sem mér þótli einna markverðast, hafði komið í Morg-
unblaðinu nokkrum dögum áður, og svo sagði hann ein-
hverjar tvær reglulega fallegar setningar, en þeim er ég
því miður búinn að gleyma. Eg man, að einhverjir vel
búnir menn báru kistuna út úr kirkjunni. Svo man ég
eftir okkur fyrir framan Uppsali, og þá þótti mér fylk-
ingin vera orðin undarlega þunnskipuð. Rétt þar fyrir
ofan mættum við manni á hjólhesti, og þá greip mig sú
syndsamlega tilhugsun, að ol't hefði ég nú hjólað þenn-
an saina veg niður í bæinn, til þess að éta, og þá hefði
mér liðið betur heldur en stundum í dag. Þetta kom yfir
mig af því, að ég var orðinn svo svangur. Svo man ég
eftir, að við gengum inn í kirkjugarðinn. Þar var slang-
ur af fólki úr annari líkfylgd, og því var flestu kalt.
Við gröfina var aftur sungið um dauðans óvissan
tíma og ég hélt áfram órum mínum um dauðans óvissan
tíma. Presturinn gerði þetta, sem hann er vanur, en
það hafði engin áhrif á mig önnur en þau, að mér
fannst gott, úr þvi, sem komið var, að þetta væri nú
bráðum búið. Svo byrjaði hann að taka í liendur syrgj-
endanna, og fjöldi manns á eftir honum. Þeir gengu
flestir fram hjá mér, þar sem ég stóð á moldarhaug og
kannaði liðið.
Mér sýndist sumir taka í hendur syrgjendanna til þess
að votta þeim innilega sarnúð og lotningu fyrir þeim og
sorginni. En einstöku maður virtist þó fremur koma
fram fyrir þá til þess að láta þá sjá, að ekki vantaði sig
þó í liópinn, og láta þá svo taka í höndina á sér til þess