Vaka - 01.12.1929, Side 58
312
ÓLAFUlt MARTEINSSON:
! vaka}
húh mamraa sáluga dó“. Hún sagði meira, en ég er bú-
inn að gleyma því. Ég sá, að ég var svo sem engu bætt-
ari af að fara í mannjöfnuð við hana, enda var hún svo
hógvær, að ég komst af með þögul drýgindi um mín
samhönd við þessa ágætu fjölskyldu. Dálítið þótti mér
það nú samt súrt í hrotið, að hún skyldi hafa gelað
tekið í höndina á hverju einasta mannsliar'ni án þess að
láta sér skjátlast. Hún sagðist líka þekkja hvert einasta
mánnsbarn í fjölskyldunni, og hún vissi um sum börn-
in, hvað þau hétu. Ég þekkti ekkert óuppkomið og ekki
nema þrennt uppkomið, og reiknaðist mér það vera
svona hérumbil 10% af höfuðstólnum, og reyndar fannst
mér það vera nóg i sjálfu sér, nema þá rétt í þetta skifti.
Við gengum um garðinn, meðan þetta var á dagskrá,
og svo komum við að leiðinu hennar mömmu hennar
sálugu. Það var ósköp góð kona og raunamædd. Ég var
farinn að verða dálítið hvarsdagslegur í hugsunarhætti
á því að tala við stúlkuna, en mér varð ennþá hroll-
kaldara innvortis en áður á að horl'a á þetta gráa, dap-
urlega steinleiði, með hlauta, dauða moldina að ofan.
Dálítið af sinu og öðru hismi hafði setzl ofan á leiðið,
lik af einhverjum jurtum frá í fyrra. En stúlkan þurrk-
aði þetta í hurt. Hún sagðist ætla að gróðursetja ein-
hver blóm þarna i framtíðinni.
Svo spurði hún mig, hvort ég vissi, að hann gamli
vinur okkar og húsbóndi væri kominn úr úllandinu og
hefði verið nokkra daga hérna í bænum. Hann hefði
boðið sér niður á Hótel Island og gefið sér s v o góðan
mat, og vín með, og líka á eftir, og svo hefði hann sagt
við sig, meðal annarra orða: „Sigga, vet du det, jeg er
blevet enkemand". Ég hrosti kurteislega, þó að mér þætti
það nii heldur snennnt, að fara að brosa. — Hún var
nefnilega lniin að segja mér þetta áður. Svo héldum við
áfram niður í hæ; og þegar við skildum i Austurstræti,
var ég mikið til húinn að ná mér eftir þetta allt saman.
Svo fór ég þangað, sem ég borðaði, og fékk mér tvær