Vaka - 01.12.1929, Page 60
MAGXÚS ÁSGHIRSSOX:
[vaka]
S14
Ég hafði ki-afta í kögglum þá,
i kránum við slarkara flaugst ég á,
til lausungarlýðs mig dró ég
og Lassa kórsbróður sló ég.
Og svo spratt þjáning og angur af,
ég át í framandi landi draf,
sem svínin sjálf mundu hata,
sem segir í Vulgata.
Þó var ég ei fullseldur myrkranna makt,
því mikið gott oss í brjóst er lagt.
Eg var eins og bátur á vandsigldri leið,
sem velkist í stormi og sjávarneyð
og aldan loksins að landi ber,
er lemstrað hafa hann klettar og sker,
en sérhvern brest og baga
má bæta samt og laga.
Þá settu þeir mig í svartnættiskrá
og síðan þeir hröktu mig til og frá,
sein vargar er bráð vilja bíta
og bryðja og naga og slíta.
Þá dafnaði hatur og dauðasynd,
minn drvkkur og matur varð heiftúð blind
Mér var sem ég þvldi dauða og dóm,
sem djöfullinn nísti mig heljarklóm,
mér var sem ég væri í Gehenna,
ég vildi myrða og brenna.
En dynur i fossi og skrjáf i skóg
og skin, sein ársól á fjöllin sló,
og haustregn, sem harmþungt flæddi
í hjarta inér kærleikann glæddi.