Vaka - 01.12.1929, Page 61
[ vaka] LJÓDAÞÝÐINGÁR. 315
Við daggir og læki og lóukvak
og lcttstígra hinda fótatak,
við blómin og íkornans gleði á grein
mér gróandans von í hjartað skein.
t sjálfum mcr sæmd mín glæddist.
Um sannindi ný ég fræddist.
I>að er ekki satt, sem ég ætlaði fyr,
að úthýst sé neinum við himins dyr,
því athvarf hlýtur þar hver og einn,
|)ar hafur er enginn né sauður neinn.
Sá góði er ekki svo hreinn sem hann
i hroka sínum ætla kann.
Sá illi er því góða ávallt nær
en ætlar hann sjálfur, er kvölin slær.
Því lítt skaltu lofa og róma
né lasta og fella dóma.
Og hann er situr á hástóli i Róm
mun hljóta án min sinn rétta dóm
með mergð af munkum og prestum
og meistara og doktora i lestum.
Og riddarinn stolti í rammgirtri horg
hann reynist ei óhultur fyrir sorg,
hún heimsækir konginn og hertogann
og hnígur blýþung á keisarann
og allir í ógöngur rata.
Hví ætti eg að mögla <>g hata?
Og maðurinn reikar um heiminn hér,
og hulið er öllum, hvaðan hann ber,
og liulið er öllum, hvert hann fer,
og hulið er öllum, hvað lífið er.
En víst eftir hret og hríðir
sér heimurinn betri tíðir,