Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 65
TJR BYGGÐARSÖGU ÍSLANDS.
fslendingar hafa orðið fyrir þeim ósköpum, að lifa
öldum saman i þeirri trú, að landi þeirra hefði farið
stórkostlega aftur, síðan það byggðist í fyrstu, og væri
sííellt að fara aftur. Þeir hafa trúað því, að loftslagið
hafi versnað og landskostir þverrað síðan á landnóms-
öld. „Það er sannarleg hörmung og plága, að heyra
marga heldri menn tala um alltaf, hvað landinu sé að
hnigna, jöklarnir að stækka, hafísinn að færast nær
og nær, og segja, að hann hafi enda ekki verið þekktur
fyrr en á 13. öld, og þeir segja jafnvel að hnötturinn sé
að snúast, svo að ísland liljóti seinast að verða tómur
ís“, segir Sigurður Guðmundsson málari í bréfi til Jóns
Sigurðssonar 19. ágúst 1868*). Þannig töluðu heldri
mennirnir hér í Reykjavík, fyrir rúinum 60 árum. Síðan
hefir þessi trú dofnað, fyrir áhrif ýmsra góðra manna,
fyrst og fremst Þorvalds Thoroddsens, en þó eimir enn-
þá nokkuð eftir af henni.
Líklega hefir ekkert átt stærri þátt í því að skapa
þessa trú en ljóminn, sem staðið hefir af söguöldinni.
Þegar menn báru þjóðlíf sögualdarinnar saman við þjóð-
líf síðari alda, virtist munurinn þar á milli vera geysi-
mikill. Guðmundur ríki á Möðruvöllum hafði hundrað
hjóna og hundrað kúa** ***)). Geirmundur heljarskinn hafði
aldrei færri menn en 80 vigra karla með sér*“). Slík
rausn og stórmennska þekktist ekki á síðari öldum, og
ekkert því líkt. Þessi tvö dæmi eru nú að vísu nefnd
*) Árbók fornleifafél. 1929, 59—60.
**) I.jósvetninga saga, k. 5.
***) Sturl. I. 7, Landn. II. — 19.