Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 66
320
ÓLAFUIt LÁRUSSON :
[vaka]
sem fádæmi í sögunum. En þær segja frá fleirum en
slíkum stórhöfðingjum. Haustið fyrir Fróðárundur voru
30 hjóna á Fróðá* **)). Torfi Valbrandsson hafði 30 hjóna
og 30 kúa á Breiðabölstað í Reykholtsdal * *). Fróðá og
Breiðahólstaður voru engin höfðingjasetur. Þar voru
meðalheimili, í betra lagi. Hversu mikill munur var ekki
á þeim og meðalheimilum síðari tima? í því, sem út er
komið, af manntaliriu 1703, þ. e. í manntali þessu yfir
héruðin frá Krýsuvík og Vestur í Dýrafjörð, er hvergi að
finna heimili með 30 heimilismönnum eða fleiri. Flest
var í heimili 28 manns, í Saurbæ á Kjalarnesi, hjá Sig-
urði lögmanni Björnssyni, og i Haga á Barðaströnd, hjá
Ara sýslumanni Þorkelssyni. Auk þessara heimila voru
aðeins 10 heimili í þessum sveitum, þar sem heimamenn
voru 20 eða fleiri, og voru það stærstu höfuðbólin og
lieimili ríkustu mannanná. Vera iná, að ekki megi taka
mikið niailí á þessum tölum í sögunum. Hitt skiftir
meiru máli, að heildarsvipurinn yfir þjóðlífi sögualdar-
innar er gjörólikur jijóðlífi siðari alda. Lífskjör sögu-
aldarmanna stinga algjörlega í stúf við lifskjör al-
mennings seinna. Það var meiri stórmennskubragur yfir
lífi manna þá en síðar var. Bændurnir á söguöldinni
voru ekki bundnir allar stundir við búsýslu sína. Þeir
höfðu nógan tíina til margs annars, til vígaferla og her-
ferða, hestaþinga og leikmóta, veizluhalda og heiinsókna.
Þeir höfðu e'fni á þessu öllu. Þeir gátu, ef svo bár undir,
goldið stórfé í manngjöld, og stóðu jafnréttir eftir. Hver
sæmilegur bóndi gat gjört son sinn að heiman, með næg-
um fararefnum, til þess að leita sér fjár og frama í öðr-
um löndum. Þeir höfðu meiri mannafla en bændur Iiöfðu
síðar. Þess eru fjöldamörg dæmi í sögunum, að menn
fóru til vígaferla með 10—20 vopnfæra menn, í svo
skjótri svipan, að ekki getur hafa verið ráðrúm til þess
•) Eyrbyggja, k. 54.
**) Harðar saga, k. 20.