Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 67
[vaka]
ÚU BYGGÐARSÖGU ÍSLANDS.
321
að safna liði af öðrum bæjum. í stuttu máli sagt, bænd-
urnir á söguöldinni voru stórbændur og lifðu stórbænda-
lífi, og það bændur á miðlungsjörðum, er síðar voru
taldar, jörðum eins og Bergþórshvoli, Grjótá i Fljótshlið,
Höskuldsstöðum i Laxárdal og Bjargi í Miðfirði. Lífs-
kjör bænda á síðari öldum eru kotungsleg, þegar að þau
eru borin sainan við lífskjör þessara manna. Strax á
Sturlungaöld er kominn annar svipur á þjóðlífið. Þá
segir fátt af bændunum á miðlungsjörðunum. Það eru
mennirnir, sem sitja á höfuðbólum miðaldanna og síðari
alda, „görðunum“ og „stöðunum“, sem þá koma mest
við sögur. Hlutfallið á milli jarðanna er þá orðið annað
en það var áður.
Það mun vera ástæðulaust, að ætla að þjóðlífslýsing
sagnanna sé röng, svo nokkru nemi. Um einstök atriði
kunna lýsingarnar að hafa orðið stórfenglegri hjá þeim,
er méð sögurnar fóru, en varla svo að miklu muni
um heildarsvipinn. Menn hafa líka sjaldan efazt um, að
þjóðlíl'inu væri rétt lýst í sögunum, í öllum aðalatriðum,
og þá er ekki að furða, þó mönnum hafi vaxið munur-
inn, á söguöld og síðari tímum, í augum. Lífshagirnir
eru gagnólíkir. Hvernig stendur á þeim mikla mun?
Sumir hafa ætlað, að veðrátta hafi verið miklum mun
betri hér á landi á sögiiöldinni en hún var síðar. Uin
þetla liefir mikið verið ritað og skal það eigi rakið hér,
enda verður ekki séð, að formælendur þessarar skoðun-
ar hafi færl nokkur veruleg rök fyrir henni*).
Þá hafa margir haldið því fram, að fornmenn hafi
verið dugmeiri en eftirkomendur þeirra, og hagnýtt sér
betur gæði landsins. Þeir liafi ræktað korn, liaft áveitur,
vörzlugarða um tún og engjar og jafnvel um haga, soðið
salt úr sjó og sýnt framtak sitt í búskap í fleiri efnum,
en eftirkomendur þeirra hafi afrækt þetta allt saman.
*) Sjá grein Jóns Eyþórssonar í Skirni 192G.
21