Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 72
326
ÓLAFUR LÁRUSSON:
[vaka]
þriðja lagi iná víðsvegar um landið sjá rústir eyðibýla,
og nálega í hverri sveit liafa gengið munnmæli um býli,
er þar hafi farið í ailðn. Af þessu hafa menn ætlað, að
mikil landauðn hafi átt sér stað. Landauðnin hefir
venjulega verið talin stafa af plágunni miklu, 1402—
1404. Árni Magnússon getur munnmæla um það, að 50
býli hafi verið í Þingvallasveit, fyrir pláguna, og að
Hrafnabjörg (eyðibýli í hrauninu norðan undir Hrafna-
björgum), hafi þá staðið i miðri sveit*), en 1711, er
jarðabókin var gjörð, voru ein 11 býli byggð í sveitinni
allri. Svipuð munnmæli hafa gengið víðar, og sýnir þetta
hve stórkostlegar hugmyndir menn gerðu sér um land-
auðnina.
Þessar röksemdir allar geta í fljótu bragði virzt vera
nokkuð sannfærandi, en þegar betur er að gætt, er margt
við þær að athuga.
Orð Ara verða varla skilin öðruvísi en svo, að byggð
landsins hafi eigi aukizt, þ. e. býlunum hafi eigi íjölgað
að neinu marki, frá lokum landnámsaldarinnar, nálægt
930, og fram á daga hans, á fyrri hluta 12. aldar. Þetta
kemur fyrst og fremst í bága við ýmsar röksemdir, er
leiða má af sögunum, og síðar verður viltið að. En auk
l>css er þetta í sjálfu sér mjög ósennilegt. Það er mjög
ósennilegt, að jafn víðlent land og ísland er, hafi getað
hyggzt að fullu á einum 00 árum, og mundi slíkt senni-
lega vera algjört einsdæmi.
Um 1840 voru jarðir hér á landi taldar vera um
5600**). Ef jafnmargar jarðir hafa verið byggðar um
930, og gert er ráð fyrir að 10 manns hafi verið á hverri
jörð að meðaltali, þá ætti fólksfjöldinn í landinu að hafa
verið nálægt 50 þúsunduin. Hærri yrði fólkstalan, ef gert
væri ráð fyrir, að landauðn hefði orðið hér á landi síðan
á 12. öld. Eins mundi það og hækka fólkstöluna, ef gert
•) Jarðabók II. .163.
**) .1. Johnscn: Jarðatal, 395.