Vaka - 01.12.1929, Síða 74
328
ÓLAFUU LÁRUSSON:
[vaka]
hafi verið um 18 þúsund*), en P. A. Munch gizkað á
6000**). Það iná því vafalaust áætla tölu innflytj-
endanna langt fyrir neðan 33 þúsund og mannfjöldann
930 langt fyrir neðan 60 þúsund. En þá verða býlin lika
miklu færri, í upphaf sögualdarinnar, en þau voru
seinna, og jarðirnar þá um Ieið stærri.
Þegar á þetta er litið, þá er í rauninni óþarfi að víkja
að hinum atriðunum tveimur, týndu bæjanöfnunum í
sögunum og fornbréfunum, og rústum eyðibýla og
munnmælunum um þau. Eg mun þó, vegna þess sem á
eftir keinur, minnast lítilsháttar á þessi atriði ba;ði.
Bæjanöfnin i sögunum hafa aldrei verið rannsökuð
til neinnar hlítar, né heldur það, hve margir bæjanna,
er þær nefna, hafi verið byggðir á seinni öldum. Svo
mikið er þó víst, að flestir eru bæir þessir byggðir enn,
með sama nafni og þeir enj> nefndir í sögunum. Land-
náma nefnir langflesta bæi, af hinum eldri sögum, og
tiltölulega eru miklu fleiri týnd bæjanöfn í henni en í
nokkurri annarri sögu. Mér liefir talizt til, að um 150 af
þeim 600 bæjum, sem hún nefnir, hafi eigi verið byggðir
á seinni öldum með vissu, eða nálega fjórðungur þeirra.
Þetta gæti bent til þess, að mikil landauðn hefði átt sér
stað, siðan á landnámsöld. Hér er þó ekki allt sem sýn-
ist, og kernur þar margt til greina. í tölu eyðibýlanna
eru alhnörg býli, sem Landnáma sýnir sjálf, að komin
voru í eyði, er hún var rituð. Allur þorri þessara býla
mun hafa verið byggður aðeins stutta stund. Þegar
menn setjast að í ókunnu landi, getur eigi hjá því farið,
að stundum séu valin óhentug bæjarstæði. Þegar menn
siðan relta sig á annmarkana, er bærinn fluttur. Stund-
um þarf eigi að flytja hann nema stnttan spöl. Matthías
Þórðarson fann 1908 bæjarrúst frá landnámstíð í túninu
i Helludal í Biskupstungum. Var sýnilegt, að bærinn
•) íslendinga saga I., 239—244.
**) Det norske Folks Hist. I., 556.