Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 76
ÓLAI'UR LÁIU'SSON :
[vaka]
a.'io
anna, sem þarna eiga að hal'a verið*). Þá munu enn-
fremur allmargir af þessum bæjum hafa skift um nafn,
þó eigi hafi þeir verið fluttir. Landnáma sýnir, að oft
hafa nöfn þau, er bæjunum hafa verið gefin í fyrstu,
lireytzt og önnur komið í þeirra stað. Magnus Olsen hef-
ir bent á það, að 15 landnámsbæir, sem heita -staðir,
eru kenndir við syni, sonarsyni eða jafnvel sonarsonar-
syni landnámsmannsins, er bjó þar fyrstur** ***)). Þessir
bæir hafa borið annað nafn í fyrstu, sem nú er gleymt.
Eins getur verið, að gamla bæjarnafnið eitt hafi geyrnzt í
Landnámu. Þá er og vafasamt, hvort sum þessara nafna
eru bæjanöfn, eins og þegar sagt er, að Sóti, landnáms-
maður í Vesturhópi, hafi búið „undir Sótafelli‘“**), eða
Úlfur bafi búið „undir Skrattafelli“ í Reykjadal** * *). Loks
eru nokkur tortryggileg bæjanöl'n í Landnámu, þ. e. nöfn,
sem virðast vera búin til, til þess að gjöra grein fyrir því,
hvar inenn, sein sagnir hafa gengið um, hafi átt heima.
Þegar öll þessi kurl koma lil grafar, Jiá verða líkurnar
minni, sem ella kynnu að verða leiddar af Landnámu, um
það, að byggð landsins hal i verið meiri á landnámsöld en
síðar. Ef sagnirnar um landauðnina af plágunni væru
eitthvað nærri rcttu Iagi, þá ættu að sjást ótvíræð merki
hennar í bréfum frá 14. öld og í yngstu sagnaritunum,
t. d. Sturlungu, sem rituð er af samtíma mönnum, og
því má ætla, að varðveitt hafi bæjanöfnin réttari en
t. d. Landnáma, sem rituð er öldum eftir landnámstíð.
t heimilduin þessum ættu tugir, jafnvel hundruð bæja
að vera nefndir, er eyðzt hefðu til fulls í plágunni. En
þar verður allt annað uppi á teningnum, er að er gætt.
í Sturlungu eru nefndir í kringum 5G0 bæir. í þeirri
tölu telst inér til að séu einir 14 bæir, sem eklti verður
*) Árl). fornl.fél. 14—lfi, 41—42, 1904, 17; Á. M.: Jarða-
bók IV., 379.
**) Ættcgárd og helligdom, <58.
***) Landn. III. — 1.
* * * *) Laiiíln. III. — 19.