Vaka - 01.12.1929, Side 77
i vaka]
ÚR BYGGÐARSÖGU ÍSLANDS.
1331
séð með vissu, að byggðir hafi verið á seinni öldum, og
er [)ó enda líklegt um suma þeirra, að þeir séu enn
byggðir, með öðru nafni. í elzta máldaga Oddakirkju,
uiii 1270, eru nefndir 88 bæir, er gjöld skyldi greiða af
til Odda* **) ***) **•*)), og eru þeir flestir i sandfokssveitunum í
Rangárvallasýslu. 82 þeirra hafa verið byggðir eftir 1700.
Af hinum 6 fóru tveir, Skarð og Tjaldarstaðir, í eyði í
Heklugosinu 1389 eða 1390“), tveir, Sandgil og Strand-
arhali, eyddust seint á 17. öld*“). Fimmta jörðin,
Hraun, var enn við líði seint á 15. öld““). Er þá eiu
jörð eftir, Vakursstaðir, sem óvísl er nær eyðzt hefir. Viða
er í kirknamáldögum, bæði fyrir pláguna og eftir, getið
uin hve margir bæir liggi að tíundum til kirkjunnar. Er
bæjatalan sjaldan hærri fyrir pláguna og aldrei svo neinu
nemi. Af ])essu er það Ijóst, að sagnirnar, sem gengið
hafa, um landauðnina eftir pláguna, eru mjög ýktar.
Jarðirnar, sem plágan lagði í eyði, hafa flestar bvggzt
fljótt aftur.
En [)á eru bæjarrústirnar? munu menn spyrja. Eru
þær ekki órækur vottur um horfna byggð? Að visu eru
þær það, en þó aðeins svo langt, sem vitnisburður þeirra
nær. Sönnunargildi hans hefir vaxið mönnum mjög í
augum, eins og allt annað, er bent gat til hnignunar
landsins, og rústirnar og munnmælin sanna eigi jafn-
mikið og menn hafa ætlað. Er hér á margt að líta.
Margar J);er menjar, er menn telja vera fornar bæja-
rústir, eru svo óljósar, að ekkert verður af þeim ráðið.
Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi hefir rannsakað
eyðibýli hér á landi meir og betur en nokkur annar
maður hefir gjört. Rannsóknir hans sýna það, að víða,
þar sem honum var sagt til eyðibýla, var annaðhvort
ekkert að sjá, nema ef til vill stórþýfðan móa, eða
•) Dipl. Isl. II., 34.
**) Annálar, 284, 416.
***) Á.M. Jarðab. I., 200, 235.
**•*) Dipl. Isl. VII., 309.