Vaka - 01.12.1929, Page 78
332
ÓLAFUR LÁRUSSON:
[vaka]'
mannvirkjaleifar voru að vísu sýnilegar, en svo óljósar
og lítill'jörlegar, að ekkert varð af þeim ráðið með vissu
um það, hvort þar hefði nokkru sinni verið bær. Þegar
þess svo á hinn bóginn er gætt, hve lengi sjást menjar
torf- og grjótveggja hér á landi, þar sem menn hrófla
eigi við þeim, — og énn eru til glöggar tóftir frá land-
náms- og söguöld hér og hvar um landið, að bæj-
anna finnst hvergi getið í fornum skjölum eða skrifum
og að staðhættir eru víða svo, að ósennilegt er, að þar
hafi verið byggð, þá fer að verða Iiæpið að taka mikið
mark á munnmælunum. En jafnvel, þar sem glöggar og
ótviræðar byggingaleifar sjást, er þó eigi vist, að þær séu
alltaf vottur um horfna byggð. Fram eftir öllum öld-
um voru sel víðsvegar um landið, svo hundruðum skiftu.
Suin þeirra urðu að býlum, önnur voru aldrei annað en
sel. Tóftir sjást vafalaust enn eftir sum þeirra, og
inundu eigi suin eyðibýlin, einkum fjallabýlin, vera
gamlar seltóftir? Þá hafa bæir og allviða verið fluttir.
Gamla bæjarrústin er þá ef lil vill sýnileg enn, en nýr
bær er kominn í stað hins forna annarsstaðar i land-
areigninni. Byggðin hefir ekki minnkað neitt við þetta.
Ótalið er þó það atriði, er mestu máli skiftir. Þegar
menn sjá forna bæjarrúst, þá ímynda þeir sér venju-
lega, að þarna hafi verið byggð um margar aldir. Rúst-
irnar segja ekki til um það, hvort byggðin liefir varað
lengur eða skemur, nema þær séu rannsakaðar vand-
lega. Nú hel'ir það lengi verið svo, að nokkur hluti
byggðarinnar hefir verið mjög á hverfanda hveli. Mörg
nýbýli hafa ekki haldizt í byggð nema stutta stund.
Þau hafa lagzt fljótt aftur í eyði og stundum aldrei
verið byggð upp aftur. Þetta hefir eigi haft mikil áhrif
á megin byggðarinnar í landinu í heild sinni, því önn-
ur nýbýli hafa bætzt við annarsstaðar, i stað þeirra,
sem fóru í auðn. Sérstaklega hafa hjáleigurnar verið
skammlífar, oft og einatt. Árni Magnússon telur 133
eyðihjáleigur í Rangárvallasýslu, er eyðzt höfðu þá í