Vaka - 01.12.1929, Page 81
[vaka]
ÚR BYGGÐARSÖGU ÍSLANDS.
335
an Laxá*). Er þaö bærinn á Hösknldsstöðum, því Lax-
dæla segir, að Höskuldur, sonur Kolls, hafi tekið við
búinu eftir föður sinn andaðan, og sé bærinn síðan við
Höskuld kenndur.
Landnám Ivolls náði yfir Laxárdal allan og þó meira
land. Að vestanverðu má ætla, að landnám hans hafi
náð alla leið að Ljá, og Landnáma segir, að hann hafi
numið að sunnanverðu allt til Haukadalsár* *). Hvorki
Lándnáma né Laxdæla geta þess, hve langt upp með
Haukadalsá landnám hans hafi náð. En Njála lætur
Höskuld Dala-Kollsson segja, er hann biður Unnar
Marðardóttur til handa Hrúti bróður sínum, að Hriitur
skuli hafa til fjárfclags með henni m. a. „Kambsnes ok
Hrútsstaði ok upp til Þrándargils“***). Nafnið Þránd-
argil er enn þekkt. En Þrándargil er inni í Laxárdal,
langt fyrir innan Höskuldsstaði. Ef Hrútur hefði átt að
eignast land inn að því, hefði hann því m. a. eignazt
Höskuldsstaði, sjálft ábýli Höskulds, og er sýnilega
eitthvað málum blandað í þessari frásögn. Sigurður Vig-
fússon gat þess til, að Þrándargil væri ritvilla fyrir
Hrútagil, en svo heitir gil, sem gengur úr fjallinu, milli
Köldukinnar og Skógsmúla, suður i Haukadalsá****).
Takli hann landnám Kolls hafa náð þangað. Ekki er
það líklegt, að Hrútagil hafi ráðið þessum merkjum.
Hin eðlilegu mörk á þessu svæði eru við Þverá, seni enn
ræður merkjum Köldukinnar, Skógsmúla og Þorbergs-
staða, er land eiga þar innfrá, að vestan, og Vatns í
Haukadal að sunnan, en Vatn var ekki í landnámi
Kollsf). Má því ætla, að landnám Kolls hafi náð suður
að Haukadalsá og Þverá. Neðri hluti þessa landnáms
nær því yfir lönd þessara jarða, Ivöldukinnar, Þorsteins-
•) Laxd., k. 5.
*•) Land. II. — 18.
•*•) Njála, U. 2.
***•) Arl). Fornl.fél. 1882, 92.
t) Landnáma II. —- 17.