Vaka - 01.12.1929, Síða 82
ÓLAFUIl LÁRUSSON:
[vaka]
336
staðu fremri og ytri, Læk.jarskógs, Hrútsstaða, Þorbergs-
staða, Kambsness, Saura, Sauðhúsa, Höskuldsstaða, Horn-
staða, Leiðólfsstaða, Goddastaða, Hjarðarholts, Hrapps-
staða, Fjósa, Spágilsstaða og Yígólfsstaða. Auk þess eru
nú tvö ný býli á þessu svæði, Skógsmúli, byggður á 19.
ökl ofanverðri, og Brautarholt, byggt á þessari öld. Eru
þetta alls 20 býli og eru þau öll byggð nú á tímum.
Hrútsstaðir eru nýlega byggðir úr auðn, síðan á 18. öld.
Samtals voru jarðir þessar 302 hundruð að fornu mati.
Laxdæla segir, að Kollur hafi fengið Þorgerðar hið
sama vor, er Unnur setti bú saman i Hvammi*). Guð-
brandur Vigfússon hefir talið, að Unnur liafi komið út
um 892**). Höskuldsstaðir ættu því að hafa byggzt
sköinmu eftir þann tíma. 40—50 árum seinna kemur
dalurinn næst við sögur. Voru þá tveir bæjanna, er áð-
ur voru nefndir, vestan árinnar, byggðir, Goddastaðir og
Hrappsstaðir. Á Goddastöðum bjó Þórður goddi, en
Hrappur Sumarliðason á Hrappsstöðum. Laxdæla segir,
að þeir hafi verið nábúar, og hafa því engar jarðir ver-
ið byggðar þar á milli. Báðir sýnast þeir hafa verið rik-
ir bændur. Þórður er sagður hafa verið „auðmaðr mik-
ill*‘ og báðir voru þeir í mægðum við hinar göfugustu
ættir, Þórður við Hvammverja, en Hrappur við Þórsnes-
inga***).
Eftir dauða Hrapps, nálægt 950, lögðust Hrappsstaðir
í eyði****), og lágu löndin í eyði, þar til Ólafur pá
keypti þau, nokkru eftir 900, af Þorkeli trefli, er þá
hafði erft þau. Ólafur reisti svo bæinn í Iijarðarholti, í
landi Hrappsstaða, um 90 árum síðar en byggð íslands
hófstf). Segir Laxdæla, að það væru „víðar lendur ok
fagrar ok mjök gagnauðgar“ er Ólafur keypti af Trefli.
*) Laxd., Ii. 5.
**) Safn U, 225.
***) Laxd., k. 10—11.
♦***) Laxd., k. 17.
t) Laxd., k. 24.