Vaka - 01.12.1929, Qupperneq 84
ÓLAFUR LÁRUSSON:
[vaka]
.138
Hrappsstaðir sjálfir lágu enn i eyði, er Laxdæla var rit-
uð*), en voru síðar byggðir upp, og þá sem hjáleiga frá
Hjarðarholti. Fjós, sem einnig eru hjáleiga þaðan, munu
eigi heldur hal'a verið hyggð fyr en löngu síöar. Hvor-
ugra j)essara hýla er getið í- hréfuni eða gjörningum
fyrir 1550. Spágilsstaðir og Vígólfsstaðir eru háðir göm-
ul lögbýli, ]jó þeir í jarðabókíim séu oft taldir hjáleigur
frá Hjarðarholti. Nöfnin benda til þess, að háðar séu
jarðir þessar nokkuð gamlar, en fyrst er þeirra getið i
ináldaga Hjarðarholtskirkju um 1355**). Hvorug er jörð
]>essi nefnd i Laxdælu og virðist mér sennilegast, að
þær hafi eigi byggzt fyr en eftir árið 1000. Land þeirra
t) jarða, sem nú eru vestan Laxár, í þessuin hluta af
landnámi Dala-Kolls, sýnist því hafa skiftzt aðeins milli
tveggja jaröa, á söguöldinni.
Þá komum vér því næst að hyggðinni fyrir sunnan
ána. Er það þá fyrst til frásagna, að Hrútur Herjólfs-
son, hálfbróðir Höskulds, kom út, og heimti móðurarf
sinn af Höskuldi. Höskuldur vildi eigi greiða út féð, og
gerði Hrúlur sér þá hæ, á Kambsnesi, í landi Höskulds.
Gerðust síðan nokkrar greinir með þeim bræðrum, en
þó sættust þeir að lokum. Laxdæla segir ekki, hver sætt-
in var, en getur þess, að Hrútur hafi þokað hústað sín-
um eftir sættina og búið til elli þar sem siðan heitir á
Hrútsstöðum*** ****)). Sögnin um þessa erfðaþrætu hefir líka
geymzt í Landnámu, og er þar skýrari en í Laxdælu, að
því leyti, að Landnáma segir, að Höskuldur hafi gold-
ið Hrúti í móðurarf sinn „Kambsnes land milli Hauka-
dalsár ok hryggjar þess, er gengr or f jalli ofan í sjó“* * * *).
Hrútur hefir því fengið landið allt fyrir sunnan ásinD
milli Haukadalsár og Laxárdals. Ber þessu vel saman við
*) Laxd., k. 10.
**) Dipl. Isl. III., 65.
***) Laxd., k. 19.
****) Landn. II. — 18.