Vaka - 01.12.1929, Page 85
[ vaka]
L'K BYGGÐARSÖGU ÍSLANDS.
339
J)á sögn Laxdælu, að Hrútur hafi J>okað hústað sínum
eftir sættina, því Hrútsstaðir stóðu sunnan hryggjarins,
en Kambsnes norðan. Liggur þessi sögn Lnndnámu vafa-
laust til grundvallar sögn Njálu, þeirri er áður var nefnd.
Þessir atburðir munu hafa gjörzt um 950, og hefir
J>á allur syðri hlutinn af landnámi Dala-Kolls enn ver-
ið óbyggður. Jarðirnar, sem ])ar eru nú, Kaldakinn, Þor-
steinsstaðir, Lækjarskógur og Þorbergsstaðir hafa eigi
byggzt fyr en síðar. Allt eru þetta lögbýli og gömul
l)3rggð. Kaldakinn, Lækjarskógur og Þorbergsstaðir eru
nefnd í Sturlungu, og Þorsteinsstaða er getið í máldaga
Kvennabrékkukirliju um 1375*). Virðist J>að sennilegast,
að þessar jarðir hafi eigi fayggzt fyr en eftir daga Hrúts,
í fju-sta lagi seint á 10. öld. Hrútsstaðir voru smábýli á
síðari öldum, 12 hundruð að dýrleika. Hriitur átti
fjölda barna, 16 syni og 10 dætur, að þvi er Laxdæla
hermir**) og Landnáma nafngreinir 15 syrii hans og 5
dætur***). Varla mun hann hafa búið á 12 hundraða
koti með J)á ómegð. Þorbergsstaðir eru nálega samtýnis
við Hrútsstaði. Þeir eru stærri jörð, 24 hundruð, og hafa
orðið aðaljörðin. Hrútsstaða er aldrei getið á miðöldun-
um, og getur J)að hent lil J)ess, að þeir hafi J)á verið í
eyði. Ef til vill hefir bærinn verið fluttur að Þorbergs-
stöðum, og skil't ]>á um nafn. Einn af sonum Hrúts hét
Þorbergur. Má geta þess til, að hann liafi byggt Þor-
bergsstaði fyrstur, og að þeir séu við hann kenndir.
Eftir sadt þeirra bræðrá lágu saman lönd Hösk-
uldsstaða og Hrútsstaða. Slóð svo um nokkurt skeið. En
10—20 árum síðar setti Hrútur leysingja sinn niður í
land Höskulds, að því er Laxdæla segir, rétt við landa-
merkin, Þorleikur Höskuldsson var ])á uppkominn inað-
ur. Fór hann til, með ráði föður sins, og drap leysingj-
*) Dipl. Isl. III., 231.
**) Laxd., k. 19.
***) Landn. II. — 18.